Rhythm of Poison

Heiti verks
Rhythm of Poison

Lengd verks
60 min

Tegund
Dansverk

Um verkið
Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir Elinu Pirinen, margverðlaunaðan danshöfund frá Finnlandi. Verkið er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson.

Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Í sýningunni vinnur Pirinen markvisst með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.

Rhythm of Poison tælir áhorfendur til þess að drukkna í eigin upplifun og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar.

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Frumsýningardagur
28. febrúar, 2020

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Danshöfundur
Elina Pirinen

Tónskáld
Ville Kabrell

Hljóðmynd
Ville Kabrell

Lýsing
Valdimar Jóhannsson

Búningahönnuður
Elina Pirinen

Leikmynd
Elina Pirinen & Valdimar Jóhannsson

Dansari/dansarar
Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Halla Þórðardóttir
Saga Sigurðardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
id.is/rhythm-of-poison/