Spills

Heiti verks
Spills

Lengd verks
58 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Í heimi þar sem allt drýpur og lekur verða til undarleg vistkerfi og kynleg orsakatengsl. Mismunandi efni samtvinnast og tengjast í gegnum undarlegar lúppur og dularfull kerfi. Sviðið umbreytist í eins konar vistkerfi, sem líkist að vissu leiti vistkerfi náttúrunnar, nema hér er ekki allt sem sýnist. Sambandið milli orsaka og afleiðinga, þess lífræna og ólífræna, milli lifandi og dauðra, er ekki lengur skýrt.
Ósýnileg öfl eru í aðalhlutverki: raki, bylgjur, segulsvið og þyngdarafl eru hreyfiaflið í þessu annarlega vistkerfi þar sem jafn sjálfsagt og náttúrulegt fyrirbæri líkt og orsakasamband verður að töfrandi sjónarspili.
Mismunandi landslagsmyndir blandast saman svo ekki er alltaf víst hvort um er að ræða mýrlendi, klettadranga, neðansjávardýpi eða dystópísk heimsslit. Landslagsmyndir byrja að leka, drjúpa og blandast saman, festast í hringrás, þar til þau leysist upp, sullast eða sundrast.

Sviðssetning
Rósa Ómarsdóttir, Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival

Frumsýningardagur
20. nóvember, 2019

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Danshöfundur
Rósa Ómarsdóttir

Tónskáld
Nicolai Hovgaard Johansen og Rósa Ómarsdóttir

Hljóðmynd
Nicolai Hovgaard Johansen og Rósa Ómarsdóttir

Lýsing
Hákon Pálsson

Búningahönnuður
Kristjana Björg Reynisdóttir

Leikmynd
Dora Ðurkesac

Dansari/dansarar
Rósa Ómarsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.rosaomarsdottir.com