SPOR

Heiti sýningar:
SPOR

Tegund verksins:
dansverk,barnaleikhusverk

Sviðssetning:
Bíbí og blaka- Barnamenningarfélagið Skýjaborg

Danshöfundur:
Tinna Grétarsdóttir

Hljóðmynd:
Sólrún Sumarliðadóttir

Búningahönnuður:
Guðný H Sigurðardóttir og Alexía Rós Gylfadóttir

Leikmynd:
Guðný H Sigurðardóttir með aðstoð Mao

Tónskáld:
Sólrún Sumarliðadóttir

Dansari:
Snædís Lilja Ingadóttir, Katla Þórarinsdóttir/Valgerður Rúnarsdóttir.

Lýsing:
Sviðslistahópurinn Bíbí & Blaka kynnir verkið SPOR, gagnvirka danssýningu fyrir börn frá 5 aldri.

SPOR er könnunarleiðangur þar sem leitað er að galdrinum sem felst i orkunni – kraftinum sem býr i öllu. Áhorfendum er boðið í heim þar sem orkan er allstaðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Orkan í hafinu, á jörðinni, í geimnum og orkan í okkur sjálfum.

Börnin munu fylgja dansandi óbeisluðum orkugjöfum auk þess að kanna undarlegt umhverfið á eigin vegum. Hvaða orka er það sem kviknar í myrkrinu? Erum við orkusugur eða gefum við jafn mikið og við þiggjum?

SPOR er unnið í samstarfi við listamenn frá Noregi, Finnlandi, Grænlandi og mun ferðast og þróast áfram í Færeyjum.
Verkið er unnið í samstarfi við NAPA og styrkt af Mennta- og menningarmálarráðuneytinu – Leiklistarráði, Listamannalaunum, Nordic Culture Fund og Reykjavíkurborg.