Um hvað syngjum við

Heiti verks
Um hvað syngjum við

Tegund
Dansverk

Um verkið
“In the dark times
Will there also be singing?
Yes, there will also be singing.
About the dark times.” ― Bertolt Brecht

Verk Pieter Ampe fjalla um fólk sem hittist og hanga saman.
Pieter sjálfur elskar að liggja nakinn í snjónum, dansa í villtum partýum og að syngja í bílnum.
Hér hittir hann 8 dansara Íslenska dansflokksins.
Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu.
Sum þeirra koma frá Íslandi en önnur frá fjarlægum slóðum.
Öll hafa þau sína eigin sögu að segja.
Þau hittast að vetri til. Á myrkum og þungurm tíma þar sem athyglin beinist inn á við.
Þó ekki þegar legið er nakinn í snjónum, dansað í villtum partýum og sungið í bílnum.
Þegar athygli okkar beinist inn á við, hvaða spurningar spyrjum við okkur?
Þurfum við svör, er kannski nóg að deila spurningunum?
Getum við dansað þær?
Getum við sungið þær?

Að ímynda sér björn að jöggla eplum á einhjóli fær suma til að hlæja en aðra til að gráta.
Það er fallegt að syngja saman meðan langar dimmar nætur líða hjá.

Frumsýningardagur
8. febrúar, 2019

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Danshöfundur
Pieter Ampe í samvinnu við dansara Íd

Tónskáld
Jakob Ampe

Hljóðmynd
Jakob Ampe/Baldvin Þór Magnússon

Lýsing
Valdimar Jóhannsson

Búningahönnuður
Þyri Huld Árnadóttir

Dansari/dansarar
Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Charmene Pang, Tilly Sordat, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir.

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
id.is/um-hvad-syngjum-vid/