Dansandi ljóð

Heiti verks
Dansandi ljóð

Lengd verks
60 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Verkið er byggt á 41 ljóði eftir Gerði Kristnýju og eru þau valin úr ljóðabókum hennar: Ísfrétt, Launkofi, Höggstaður og Strandir.
Í verkinu er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára. Átta leikkonur túlka ástir hennar og örlög í ljóðum, hreyfingum og tónlist. Þær eru stundum sama konan eða jafnvel hópur systra að rifja upp og endurupplifa atburði og tilfinningar.

Sviðssetning
Með hvítu gólfi leikmyndarinnar og þrem rauðum fossum er verið að spegla snjó, kulda, kvíða og frost og með rauðum fossum ástina og dauðann. Hreyfingar og tónlist túlka svo líf, sorg og gleði konunnar.

Frumsýningardagur
11. maí, 2019

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúskjallarinn

Leikskáld
Gerður Kristný

Leikstjóri
Edda Þórarinsdóttir

Danshöfundur
Ingibjörg Björnsdóttir og Ásdís Magnúsdóttir

Tónskáld
Margrét Kristín Sigurðardóttir

Hljóðmynd
Margrét Kristín Sigurðardóttir

Lýsing
Magnús Thorlacius

Búningahönnuður
Helga Björnsson

Leikmynd
Helga Björnsson

Leikkonur
Bryndís Petra Bragadóttir, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir.

Söngvari/söngvarar
Margrét Kristín Sigurðardóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is