Naglinn
Sviðssetning
540 gólf leikhús
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið
Frumsýning
21. janúar 2006
Tegund verks
Leiksýning
Saga manns sem stendur á þeim mótum í lífi sínu að honum finnst allt hafa verið til einskis þrátt fyrir alla vinnuna, viljann til að standa sig, vinna meir, vera meira heima, vera meira með börnunum, smíða, bora, leggja flísar, vera harður, vinna meira, tala meira, vera meira heima, eyða meiri tíma með fjölskyldunni, vinna meira, stækka við húsnæðið, meira pláss fyrir börnin, smíða, bora, leggja flísar, skilja, vinna meira, meðlagsgreiðandi, skifta eignum, hugsa um börnin, vera töff, helgarpabbi, sjarmur, gifta sig aftur, smíða, bora, leggja flísar, vinna meira, skaffa vel, vera meira heima, meira með börnunum, vera harður, ekkert væl vera nagli, tala meira, vera meira með fjölskylduni, skilja, kominn með kút, fara í ræktina, vinna meira, meiri meðlög, skipta eignum, hugsa um börnin, töffari, einhleypur, sambúð, bora, leggja flísar, smíða, vinna meira, gefa meira af sér í sambúðina, vera meira með börnunum, vinna meira, skaffa vel, magaspeglun, vera mýkri, vera harður, ekkert væl, sálfræðingur, vinna meira, bora, smíða, leggja flísar, skaffa vel, hjartsláttartruflanir, ekkert væl, hjartalínurit, vera harður, vinna meira, blóðþynningarlyf, skaffa, meiri tíma með fjölskyldunni og RISTILSPEGLUN.
Hvað er aumingjanlegra en maður sem situr á klósetti og er að hreinsa sig út fyrir ristilspeglun sem á að fara fram morguninn eftir? Hann þarf að drekka sex lítra af Golytely eitt glas á tíu mínútna fresti og á milli ferða á klósettið gerir hann upp lífshlaup sitt.
Höfundur
Jón Gnarr
Leikstjóri
Valgeir Skagfjörð
Leikarar í aðalhlutverki
Gunnar Sigurðsson
Jón St.Kristjánsson
Leikmynd
Þórarinn Blöndal
Búningar
Helga Rún Pálsdóttir
Lýsing
Skúli Gautasson