Einræðisherrann

Heiti verks
Einræðisherrann

Lengd verks
2:30

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Meistaraverk Charlies Chaplins á leiksviði, í bráðskemmtilegri, nýrri gerð.

Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherranum sló rækilega í gegn hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmannahöfn á liðnu leikári, og gagnrýnendur hlóðu lofi á sýninguna! Leiksýningin er á sinn hátt óður til þessa meistaraverks Chaplins, en um leið vísar hún til samtímans, líkt og kvikmynd Chaplins gerði á sínum tíma.

Nú gefst íslenskum leikhúsgestum kostur á að sjá Sigga Sigurjóns stíga á svið í hlutverki flækingsins sem verður einræðisherra fyrir röð mistaka. Ilmur Kristjáns, Pálmi Gests, Ólafía Hrönn, Gói, Þröstur Leó, Hallgrímur Ólafsson, Sigurður Þór og Oddur Júlíusson fara á kostum í takt við listilegar hljóðbrellur Karls Olgeirssonar píanóleikara.

Heillandi, bráðskemmtileg og frumleg leiksýning um valdasýki, möguleika mennskunnar í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði í heiminum.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið – Stóra sviðið

Frumsýningardagur
26. desember, 2018

Frumsýningarstaður
Þjóðeikhúsið – Stóra sviðið

Leikskáld
Eftir Charlie Chaplin. Leikgerð: Nikolaj Cederholm

Leikstjóri
Nikolaj Cederholm

Danshöfundur
Anja Gaardbo

Tónskáld
Karl Olgeirsson

Hljóðmynd
Aron Þór Arnarsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Line Bech

Leikmynd
Kim Witzel

Leikarar
Sigurður Sigurjónsson
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson
Þröstur Leó Gunnarsson
Pálmi Gestsson
Oddur Júlíusson
Sigurður Þór Óskarsson

Leikkonur
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Ilmur Kristjánsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/einraedisherrann