100 ára hús

Sviðssetning

Frú EmilíaSýningarstaður
Hertjaldið, Nauthólsvík

Frumsýning
30. apríl 2006

Tegund verks
Leiksýning

Leikritið 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson fjallar um þrjár manneskjur sem komið hefur verið fyrir í herbergi á elliheimili. Allar þjást þær af elliglöpum á misháu stigi. Verkið lýsir degi eða nótt í lífi þessa fólks og samskiptum þeirra þar sem þau berjast fyrir því að halda í reisn sína og minningar í heimi sem er hægt og hægt að verða þeim framandi staður.
Þau sækjast eftir félagsskap hvert við annað, – og nærveru í baráttunni við að halda sér á lífi en samtímis þrá þau annað líf, annan heim. Verkið er í formi nokkurs konar kvöldvöku eða jafnvel líkvöku þar sem fólk segir sögur, dansar, deilir endurminningum, hlustar á tónlist, drekkur viský, borðar konfekt og reynir að lesa norska bók um dauðann.
Höfundur
Jón Atli Jónasson

Leikstjóri

Hafliði Arngrímsson

Leikarar í aðalhlutverki

Björn Thors
Jón Páll Eyjólfsson
Ólafur Egill Egilsson

Leikkonur í aðalhlutverki

Harpa Arnardóttir
Laufey Elíasdóttir

Búningar

Íris Eggertsdóttir

Lýsing

Jóhann Bjarni Pálmason

Tónlist

Ghostigital
Curver Thoroddsen
Einar Örn Benediktsson