Þjóðarsálin

Sviðssetning
Einleikhúsið

Sýningarstaður
Reiðhöll Gusts

Frumsýning
8. október 2006

Tegund verks
Leiksýning

Þjóðarsálin er karnivalísk leiksýning, full af fjöri, krafti og litrófi lífsins. Hún er byggð upp í leit. Við leitum að Íslensku Þjóðarsálinni. Hvað er þessi þjóðarsál? Við því er ekki til eitt svar. En leitin leiddi  að kjarna okkar. Einstaklingnum. Fimm einstaklingar tengjast kjarna sínum, löstum og dyggðum, og þurfa að svara áleitnum lífsspurningum í þessari sýningu.

Hvað er Þjóðarsálin? Er hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er hún sterkar konur í fyrsta klassa? Eða hraustir menn með stinna rassa? Kannski er hún allt þetta og svo miklu meira.

Höfundar
Leikhópurinn
Sigrún Sól Ólafsdóttir

Leikstjóri
Sigrún Sól Ólafsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Árni Pétur Guðjónsson
Árni Salómónsson
Jóhann G. Jóhannsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Harpa Arnardóttir
Sara Dögg Ásgeirsdóttir

Leikmynd
Linda Stefánsdóttir

Búningar
Myrra Leifsdóttir

Lýsing
Arnar Ingvarsson

Tónlist
Pálmi Sigurhjartarson

Söngvarar
Berglind Nanna Ólínudóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kór hestakvenna