Mjallhvít
Sviðssetning
Tíu fingur
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið
Frumsýnt
14. apríl 2007
Tegund verks
Brúðuleiksýning ætluð börnum
Hér er á ferðinni sagan sígilda um Mjallhvíti og dvergana sjö eins og við þekkjum hana flest en í sýningunni leiðir sögukonan, Helga Arnalds börnin í gegnum hana á nokkuð óvenjulegan hátt með töfrabrögðum, myndskyggnum, brúðum, grímum og söng.
Helga Arnalds hlaut menntun sína í leikhúsháskólanum Instituto del Teatro í Barcelona og í leikhúsháskólanum DAMU í Prag. Hún stundar nú nám við Listaháskóla Íslands í myndlist.
10 fingur er eins manns ferðaleikhús sem var stofnað árið 1994 af Helgu Arnalds og hefur ferðast milli nánast allra skóla og leikskóla í landinu auk þess að fara í ótal leikferðir erlendis. Þá hefur Helga í gegnum tíðina fengið til samstarfs marga landsþekkta listamenn á sviði myndlistar, leiklistar og tónlistar. Allar sýningar leikhússins eru mjög myndrænar og eru byggðar upp með brúðum, grímum og skuggaleikhúsi.
Höfundur
Helga Arnalds
Leikstjóri
Þórhallur Sigurðsson
Leikkona í aðalhlutverki
Helga Arnalds
Leikmynd
Helga Arnalds