Lífið – Notkunarreglur

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
16. mars 2007

Tegund verks
Leiksýning

Ævintýrið um okkur öll – full af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor. Hvað var það nú aftur sem við áttum að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Litríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíðina og eigin hlutverk í lifinu, spurningunum sem engin virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð á svo mannlegum og hrífandi nótum að allir verða ríkari á eftir.

Sýningin er unnin í samvinnu við útskriftarárgang leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og er lokaverkefni þeirra við skólann. Tveir öflugustu leikhúsmenn þjóðarinnar, Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld og Kjartan Ragnarsson leikstjóri voru fengnir til að leiða vinnuna með hinum ungu leikurum. Meðal rómaðra verka Þorvaldar eru …and Björk of course, Blíðfinnur og Skilaboðaskjóðan.

Kjartan er einn reyndasti leikstjóri landsins og meðal eftirminnilegra sýninga hans eru Sjálfstætt fólk, Þrúgur reiðinnar og Land míns föður. Þetta er fyrsta sýning beggja fyrir LA.

Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson

Leikstjóri
Kjartan Ragnarsson

Leikarar í aukahlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Ólafur Steinn Ingunnarson
Páll Sigþór Pálsson
Þráinn Karlsson

Leikmynd
Þorvaldur Þorsteinsson

Búningar
Þorvaldur Þorsteinsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Megas
Magga Stína

Söngvarar
Ólafur Steinn Ingunnarson
Guðjón Davíð Karlsson
Páll Sigþór Pálsson