Krónikur dags og nætur
Sviðssetning
Skírn
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Þriðja hæðin
Frumsýnt
29. mars 2007
Tegund verks
Leikrænn textaflutningur
Xavier Durringer er fæddur 1. desember 1963 í París. Árið 1989 stofnaði hann leikflokkinn “La Lésarde” og hefur starfað með honum bæði sem höfundur og leikstjóri. Durringer hefur einnig leikstýrt kvikmyndum og tónlistarmyndböndum og mörg verka Durringer eru uppfærð á ári hverju og ekki aðeins í Frakklandi heldur einnig í löndum þar sem verk hans hafa verið þýdd; Þýskalandi, Bandaríkjunum, Englandi, Búlgaríu, Katalóníu, Spáni, Hollandi og Ítalíu. Árið 2000 stofnaði Durringer samtök sem styðja við og hjálpa ungum höfundum og leikstjórum að koma sér á framfæri.
Sýningin Krónikur dags og nætur er byggð á bók Durringer “Les chroniques des jours entiers et des nuits entières” sem inniheldur fjölmarga stutta prósatexta og samtöl. Verkefni leikstjóra og þýðenda var að finna 26 texta héðan og þaðan úr bókinni og mynda þannig eina heild sem sýnir glöggt viðfangsefni höfundar; firringu, ofbeldi og tilgang eða tilgangsleysi í mannlegum samskiptum sem og um lífið, ástina sem við dreymum um, og dauðann að lokum. Tilgangur verksins er um leið að fólk til að spyrja sig spurninga, réttu spurninganna en ekki endilega svara þeim. Textarnir eru lítil brot, lítil sár, raddir sem leysast hægt upp og eru eins konar bros í felum fyrir ofbeldi dags og nætur.
Höfundur
Xavier Durringer
Leikstjóri
Ingibjörg Þórisdóttir
Leikarar í aðalhlutverkum
Gunnar Gunnsteinsson
Jóhann Meunier
Leikkonur í aðalhlutverkum
Margrét Óskarsdóttir
Ásta Ingibjartsdóttir
Leikmynd
Þórunn María Jónsdóttir
Búningar
Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing
Sólveig Eggertsdóttir