Núna 2019
Heiti verks
Núna 2019
Lengd verks
Tvær klukkustundir og fjörtíu og fimm mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA …
Síðastliðinn vetur fór Borgarleikhúsið aftur af stað með verkefni sem kallast NÚNA 2019. Leitað var til sex ungra höfunda um hugmyndir að 30 mínútna leikritum og urðu þrjár kraftmiklar og spennandi hugmyndir fyrir valinu. Höfundar þeirra eru Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir. Verk þeirra hafa síðan verið þróuð áfram í samvinnu við dramatúrga Borgarleikhússins og leikstjóra verkefnisins, Kristínu Jóhannesdóttur og verða sýnd saman á einu kvöldi.
Höfundarnir fylgja í fótspor Tyrfings Tyrfingssonar, Kristínar Eiríksdóttur og Sölku Guðmundsdóttur sem ruddu brautina með NÚNA 2013 og hafa skipað sér í framvarðarsveit íslenskra leikskálda
Sumó
eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur
Finnst ekki öllum kósí að skreppa aðeins upp í bústað eftir erfiða vinnuviku? Skipta um umhverfi. Henda einhverju góðu á grillið og slaka á.Það er bara eitthvað svo næs við að kíkja upp í sumó. Eða hvað?
Hildur Selma útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018.
Stóri Björn
eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Stóri Björn er einbúi í heimi þar sem persónurnar heita furðunöfnum og kakkalakkar spyrja hvort seríósskálin á sviðinu sé mastersgráða, klámspóla eða „spirituality“.
Matthías Tryggvi útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018
Þensla
eftir Þórdísi Helgadóttur
Agnes er búin að fylla stofuna af hitalömpum og rakatækjum. En það er samt ekki út af þessu sem Egill er að skilja við hana.
Þórdís Helgadóttir er menntuð í heimspeki, ritlist og ritstjórn í Háskóla Íslands og hefur starfað við ritstörf af ýmsu tagi.
Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur
Frumsýningardagur
11. janúar, 2019
Frumsýningarstaður
Litla svið
Leikskáld
Hildur Selma Sigbertsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikstjóri
Kristín Jóhannesdóttir
Tónskáld
Garðar Borgþórsson
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen, Garðar Borgþórsson
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Búningahönnuður
Stígur Steinþórsson
Leikmynd
Stígur Steinþórsson
Leikarar
Haraldur Ari Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson
Leikkonur
Ebba Katrín Finnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is