Herra Kolbert

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Samkomuhúsið

Frumsýning
28. október 2006

Tegund verks
Leiksýning

Drepum hann og förum svo í göngutúr!

Spennuverk með húmor sem kemur á óvart! Hver er herra Kolbert? Hver er með númer 26, sleppa chillíinu? Er Herra Kolbert í kistlinum á stofugólfinu? Steindauður? Hver var með hvítlauks bolognese með eggi? Ef Herra Kolbert er dauður hver drap hann þá? Og hvernig kemur pizzusendillinn inn í þetta allt saman? Venjulegt matarboð hjá venjulegu fólki tekur óvænta stefnu og þegar kvöldið er liðið er allt breytt.

Herra Kolbert er verk sem hefur farið víða frá því það var frumsýnt við frábærar viðtökur í Royal Court leikhúsinu í London árið 2000. Framsæknustu leikhús Evrópu hafa sett verkið upp og hlotið lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir. Herra Kolbert hefur ekki látið staðar numið þar heldur lagt undir sig Ástralíu og Ameríku. Leikritið sameinar spennu og átök Hitchcocks, undarlegheit Pinters, fáránleika Ionescos og ómótstæðilegan húmor.

Höfundur
David Gieselmann

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Gísli Pétur Hinriksson
Guðjón Davíð Karlsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir

Leikari í aukahlutverki
Ólafur Steinn Ingunnarson

Leikmynd
Íris Eggertsdóttir

Búningar
Íris Eggertsdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Hallur Ingólfsson