Bæng

Heiti verks
Bæng

Lengd verks
Tvær klukkustundir og tuttugu mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Alltof mikið testósterón

Leikritið fjallar um undrabarnið Rolf Bæng, bjargvætt mannkyns – að eigin áliti. Björn Thors túlkar þetta einstaka undrabarn sem fæðist fullskapað; heiltennt og altalandi, og hans fyrsta verk er að heilla okkur öll upp úr skónum. Í augum foreldra sinna er Bæng óviðjafnanlegur í alla staði; saklaus og forvitinn drengur gæddur öllum hugsanlegum hæfileikum.

Foreldrarnir eru víðsýnt, vel stætt og gott fólk sem er staðráðið í að ala upp óskabarn þjóðar. Ekkert getur hindrað Bæng í að ná á toppinn, hvorki konur né almenn velsæmismörk. Hann mun breyta heiminum – hvort sem okkur líkar það betur eða verr og hefst handa strax í móðurkviði þar sem hann ryður tvíburasystur sinni úr vegi.

Bæng! er spánnýtt verk eftir eitt þekktasta núlifandi leikskáld Þýskalands, Marius von Mayenburg. Það er gegnsýrt af pólitískum tilfinningum og kolsvörtum húmor sem ekkert er heilagt.

Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur

Frumsýningardagur
26. apríl, 2019

Frumsýningarstaður
Nýja svið

Leikskáld
Marius von Mayenburg

Leikstjóri
Gréta Kristín Ómarsdóttir

Tónskáld
Garðar Borgþórsson

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Kjartan Þórisson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Börkur Jónsson

Leikarar
Björn Thors, Hjörtur Jóhann Jónsson, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason

Leikkonur
Brynhildur Guðjónsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is