Best í heimi
Sviðssetning
Rauði þráðurinn
Sýningarstaður
Iðnó
Frumsýnt
28. október 2006
Tegund verks
Leiksýning
Best í heimi er háðsádeila á íslenskt samfélag í dag. Gert er grín að þjóðarstolti Íslendinga og varpað ljósi á spaugilegar aðstæður útlendinga við að fóta sig í nýju landi.
Með auknum fjölda innflytjenda á Íslandi eiga sér stað miklar breytingar á okkar litla samfélagi. Allir þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum. “Best í heimi” fjallar um samskipti og árekstra ólíkra menningarheima.
Verkið dregur fram spaugilegu en jafnframt sorglegu og erfiðu hliðar þess að vera útlendingur á Íslandi. Verkið er spunaverk samið af Hávari Sigurjónssyni, Maríu Reyndal og leikhópnum. Stuðst er við reynslu listamannanna, viðtöl við innflytjendur og Íslendinga og sögur sem hópurinn hefur viðað að sér.
Höfundar
Hávar Sigurjónsson
María Reyndal
Leikhópurinn
Leikstjóri
María Reyndal
Leikari í aðalhlutverki
Pierre-Alain Giraud
Leikkonur í aðalhlutverki
Caroline Dalton
Dimitra Drakopoulou
Tuna Metya
Leikmynd
Egill Ingibergsson
Móeiður Helgadóttir
Búningar
Dýrleif Ýr Örlygsdóttir
Margrét Einarsdóttir
Lýsing
Egill Ingibergsson
Móeiður Helgadóttir
Tónlist
Þorkell Heiðarsson
Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir