Kæra Jelena

Heiti verks
Kæra Jelena

Lengd verks
Ein klukkustund og þrjátíu mínútur

Um verkið
Kvöld sem breytir lífi þínu
Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt
í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því
yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. Þau standa öll
á tímamótum, eru að klára menntaskólann og við það að taka
stóra skrefið út í lífið. En fljótlega komumst við að því að
raunverulegi tilgangurinn er allt annar en að gleðja kennarann
sinn. Við tekur hrikaleg atburðarás þar sem hlutirnir fara
gjörsamlega úr böndunum. Í Kæru Jelenu takast á kynslóðir
í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk,
einstaklingshyggju og yfirlæti.
Hvar liggja mörk okkar frá því að vera framagjörn og
metnaðarfull yfir í yfirgang, ofbeldi og siðblindu?
Ljúdmíla Razumovskaja skrifaði Kæra Jelena árið 1980 og
hófst þar sigurför um heiminn. Verkið sló rækilega í gegn
í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum en í nýrri þýðingu
Kristínar Eiríksdóttur færum við það nær okkur í stað og tíma.

Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur

Frumsýningardagur
12. apríl, 2019

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús – Litla svið

Leikskáld
Ljúdmíla Razumovskaja

Leikstjóri
Unnur Ösp Stefánsdóttir

Tónskáld
valgeir Sigurðsson

Hljóðmynd
Þórður Gunnar Þorvaldsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Filippía I. Elísdóttir

Leikarar
Aron Már Ólafsson
Haraldur Ari Stefánsson
Sigurður Þór Óskarsson

Leikkonur
Halldóra Geirharðsdóttir
Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhusid.is