Lápur, Skrápur og jólaskapið

Sviðssetning
Kraðak

Sýningarstaður
Skemmtihúsið

Frumsýning
1. desember 2007

Tegund
Barnaverk

Lápur, Skrápur og jólaskapið er nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna. Leikritið er eftir Snæbjörn Ragnarsson, en hann er meðal annars einn af höfundum Ævintýra Stígs og Snæfríðar úr Stundinni okkar og Jólaævintýris Hugleiks.

Verkið fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Þeir eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og ber leitin þá inní svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum saman lenda þau í allskonar ævintýrum. Leikritið er bráðfyndið, skemmtilegt og felur í sér fallegan jólaboðskap. Þá eru í því fimm ný jólalög.

Verkið verður sýnt í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22. Skemmtihúsið sem er gamaldags, lítið leikhús verður í jólabúningi í desember og verður skreytt hátt og lágt að innan sem utan. Það verður því sannkölluð jólastemming að koma þangað í heimsókn og njóta ævintýraheimsins sem þar verður innandyra.

Höfundur
Snæbjörn Ragnarsson

Leikstjóri
Anna Bergljót Thorarensen

Leikarar í aðalhlutverkum
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson

Ólafur S. K. Þorvaldz 

Leikkona í aðalhlutverki
Andrea Ösp Karlsdóttir

Leikmynd
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna Bergljót Thorarensen
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Ólafur S. K. Þorvaldz
Snæbjörn Ragnarsson 

Búningar
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna Bergljót Thorarensen
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Ólafur S. K. Þorvaldz
Snæbjörn Ragnarsson

Lýsing
Arnar Ingvarsson 

Tónlist
Arngrímur Arnarson
Snæbjörn Ragnarsson

Söngvarar
Andrea Ösp Karlsdóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Ólafur S. K. Þorvaldz