Óhapp!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
21. september 2007

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Glænýtt verk eftir Bjarna Jónsson en Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt leikrit hans Kaffi og Vegurinn brennur.

Við lítum inn til ungra hjóna sem eru að gera upp glæsilega íbúð, en samtímis að takast á við erfiða reynslu. Fjölmiðlafólkið sýnir á sér nýja og óvænta hlið. Meistarakokkurinn töfrar fram gómsætan rétt úr kunnuglegu hráefni og sálfræðingurinn okkar lætur ljós sitt skína. Sem sagt, prýðilegt efni í gott sjónvarp. Eða er þetta leikhús? Satt eða logið? Hver ber ábyrgðina í þessu máli?

Hér er á ferðinni spennandi leikhúsverk þar sem veruleiki persónanna er framreiddur í sífellt nýrri mynd.

Höfundur
Bjarni Jónsson

Leikstjóri
Stefán Jónsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Atli Rafn Sigurðarson
Kjartan Guðjónsson
Stefán Hallur Stefánsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Dóra Jóhannsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir

Katla Margrét Þorgeirsdóttir  

Leikari í aukahlutverki
Hjálmar Hjálmarsson

Leikkona í aukahlutverki
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 

Leikmynd
Börkur Jónsson 

Búningar
Börkur Jónsson 

Lýsing
Lárus Björnsson

Hljóðmynd
Frank Hall 

Image  Image  Image