Fló á skinni
Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar
Sýningarstaður
Samkomuhúsið
Frumsýning
8. febrúar 2008
Tegund
Sviðsverk – Leiksýning
Er það rétt að í annálaðri fegurð Eyjafjarðar sé sveitasetrið Sveinbjarnargreiði griðastaður elskenda á laun? Hefur Saga Ringsted ástæðu til að gruna eiginmanninn um græsku eða hefur hún sjálf eitthvað að fela? Hver var konan sem bað forstjórann um blint stefnumót? Hélt Elli við konu Jóhannesar eða hélt hann bara upp á hana? Er Helmut Edelstein manískur kvennamaður eða bara þýskur ferðamaður? Er afbrýðisemi Miroslav á rökum reist? Og er ást Tínu sönn? Ást og afbrýðisemi, misskilningur á misskilning ofan og allt í dásamlegri steik.
Fló á skinni er einn besti og eitraðasti gamanleikur allra tíma. Nú eru 100 ár frá því að þessi óborganlegi farsi Feydeau kitlaði fyrst hláturtaugar áhorfenda og hóf sannkallaða sigurför um heiminn. LA fagnar tímamótunum með sinni fyrstu uppsetningu á þessu vinsæla verki og í glænýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar.
Höfundur
George Feydeau
Leikgerð og þýðing
Gísli Rúnar Jónsson
Leikstjóri
María Sigurðardóttir
Leikari í aðalhlutverki
Guðjón Davíð Karlsson
Leikarar í aukahlutverkum
Aðalsteinn Bergdal
Atli Þór Albertsson
Árni Tryggvason
Hallgrímur Ólafsson
Jóhannes Haukur Jóhannsson
Randver Þorláksson
Valdimar Örn Flygenring
Viktor Már Bjarnason
Þráinn Karlsson
Leikkonur í aukahlutverkum
Linda Ásgeirsdóttir
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Tinna Lind Gunnarsdóttir
Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson
Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist
Sprengjuhöllin