Brák
Sviðssetning
Landnámssetur Íslands
Sýningarstaður
Söguloftið
Frumsýning
5. janúar 2008
Tegund
Sviðsverk – Einleikur
Brák er glænýtt leikverk eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og fjallar um Þorgerði brák, ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar landnámsmanns í Borgarfirði og fóstru Egils Skallagrímssonar.
Allir sem lesið hafa Egilssögu muna eftir hinni kyngimögnuðu lýsingu þegar Þorgerður brák bjargar lifi Egils með því að snúa athygli hins hamramma Skallagríms yfir á sjálfa sig. Hann eltir hana, langa leið, niður að Brákarsundi þar sem hún kastar sér á sund en hann hendir á eftir henni steini miklum og kom milli herða henni og kom hvorugt upp síðan.
Þetta er saga ískrar stúlku sen hertekin var af norrænum víkingum í heimalandi sínu,sett í skip og seld í þrældóm til íslands. En þar átti hún eftir að fóstra mesta skáld íslendinga, mannin sem kallaður hefur verið jafnaldri íslenskra braga, Egil Skallagrímsson.
Brynhildur Guðjónsdóttir er bæði höfundur og eini leikari sýningarinnar og segir hún sögu Brákar í tali og tónum. Þar koma margir við sögu allt frá írskum prinsessum til hamramma víkinga.
Höfundur
Brynhildur Guðjónsdóttir
Leikstjóri
Atli Rafn Sigurðarson
Leikkona í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir
Leikmynd
Stígur Steinþórsson
Búningar
Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlist
Pétur Grétarsson
Söngvari
Brynhildur Guðjónsdóttir