Baðstofan

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
9. febrúar 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Í baðstofunni er ekki allt sem sýnist. Skuggarnir eru langir og skíman oft af skornum skammti. Þar hlustum við á sögur af fólki og fyrirbærum. Við syngjum og dönsum og drekkum. Við fæðumst og deyjum. Þar ríkir glaumur og gleði. En í lokrekkjunum leynast myrkraverk og úti bíður andlit á glugga.

Hugleikur Dagsson heldur áfram að kanna ástand íslensku þjóðarinnar og möguleika leikhússins í félagi við Stefán Jónsson leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahöfund og hljómsveitina Flís. Hugleikur teflir saman tveimur ólíkum heimum og veltir fyrir sér hvernig við tökum á móti þeim sem koma að utan. Er mannhelgi í landhelgi?

Höfundur
Hugleikur Dagsson

Leikstjóri
Stefán Jónsson

Leikari í aðalhlutverki
Stefán Hallur Stefánsson 

Leikkona í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Davíð Þór Jónsson
Helgi Svavar Helgason
Valdimar Kolbeinn Guðjónsson

Valur Freyr Einarsson

Vignir Rafn Valþórsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Dóra Jóhannsdóttir

Elma Lísa Gunnarsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing
Egill Ingibergsson

Tónlist og hljóðmynd
Flís
Davíð Þór Jónsson
Helgi Svavar Helgason
Valdimar Kolbeinn Guðjónsson

og leikhópurinn