Ariadne á Naxos
Sviðssetning
Íslenska óperan
Sýningarstaður
Íslenska óperan
Frumsýning
4. október 2007
Tegund
Sviðsverk – Ópera
Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Íslensku óperunni var Ariadne (Ariadne á Naxos) eftir Richard Strauss, en sextán eindöngvarar koma fram í sýningunni. Það er fátítt að óperur skarti svo mörgum einsöngshlutverkum og gefst því kjörið tækifæri til að heyra og sjá fjölda íslenskra söngvara í einni og sömu sýningunni. Hér er um að ræða bæði nokkra af þekktustu óperusöngvurum Íslands, sem starfa víða um heim við góðan orðstír, sem söngvara af yngri og upprennandi kynslóðinni, sem mikils má vænta af í framtíðinni.
Þetta er í fyrsta sinn sem óperan Ariadne á Naxos er sett upp á Íslandi, og að öllum líkindum í fyrsta sinn sem ópera eftir Richard Strauss er sett upp hérlendis. Richard Strauss (1864-1949) skildi eftir sig fimmtán óperur alls, þar af nokkrar sem reglulega eru settar upp í óperuhúsum víða um heim, m.a.: Salome, Elektra, Der Rosenkavalier, Die ägyptische Helena og Capriccio. Nafnsins vegna er Richard stundum ruglað saman við nafna sinn Johann, höfundar hinnar vinsælu óperu Die Fledermaus. Þeir eiga þó ekki margt sameiginlegt!
Höfundur
Richard Strauss
Leikstjóri
Andreas Franz
Leikari í aukahlutverki
Ingvar E. Sigurðsson
Leikmynd
Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar
Dýrleif Ýr Örlygsdóttir
Margrét Einarsdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljómsveitarstjóri
Kurt Kopecky
Söngvarar
Anna Margrét Óskarsdóttir
Arndís Halla Ásgeirsdóttir
Ásgeir Páll Ásgeirsson
Ágúst Ólafsson
Bergþór Pálsson
Bragi Bergþórsson
Davíð Ólafsson
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir
Hlöðver Sigurðsson
Hrafnhildur Björnsdóttir
Jón Leifsson
Kolbeinn Jón Ketilsson
Þorsteinn Helgi Árbjörnsson
Þorvaldur Þorvaldsson