Sómafólk (þríleikur)

1. hluti – Sól og blíða í Paradís

2. hluti – Sannleikurinn og lífið

3. hluti – Í Undralandi

Höfundur
Andrés Indriðason

Leikstjóri
Ásdís Thoroddsen

Í þremur sjálfstæðum leikverkum eru sögur af Íslendingum. Þetta er allt sómafólk eins og Íslendingar eru til hópa. Sumir eru reyndar ekki alveg eins sómakærir og aðrir, en þannig er mannlífið.

Í hverju verki eru tvær persónur, dæmigerðir Íslendingar sem heita dæmigerðum nöfnum, Jón og Sigríður. Verkin eiga það sameiginlegt að þau gerast á skömmum tíma, á sólarhring, eina dagstund eða eina klukkustund á okkar tímum. Sögusviðið er í Reykjavík, borgarfirði og á snæfellsnesi. Verkin heita Sól og blíða í Paradís, Sannleikurinn og lífið og Í Undralandi.

 

1. HLUTI – SÓL OG BLÍÐA Í PARADÍS

Leikendur
Margrét Guðmundsdóttir
Pétur Einarsson

Hljóðvinnsla
Ragnar Gunnarsson

Jón kemur konu sinni, Sigríði, á óvart að morgni gullbrúðkaupsdags þeirra. Hann leggur af stað í ferðalag í jeppa sínum með stórt hjólhýsi í eftirdragi og er þögull sem gröfin þegar kona hans vill vita hvert þau séu að fara. Segir það eitt hann ætli að koma henni á óvart. Og það tekst honum – og sjálfum sér líka.

Flutningstími
58 mínútur

 

2. HLUTI – SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ

Leikendur
Björn Ingi Hilmarsson
Sigrún Edda Björnsdóttir

Hljóðvinnsla
Ragnar Gunnarsson

Sigríður, kona um fimmtugt, hefur sett auglýsingu í dagblað undir yfirskriftinni Einkamál. Þar óskar hún að kynnast manni sem gæti hugsað sér að eiga með henni góða stund og vonandi eitthvað meira, eins og hún orðar það. Jón, geðugur maður á svipuðu reki, býður sig fram og þau hittast á kaffihúsi. Þar fer vel á með þeim og þau ákveða að kynnast hvort öðru betur. En hver er hann í raun og veru og hvers vegna vill hann kynnast þessari konu?

Flutningstími
55 mínútur

 

3. HLUTI – Í UNDRALANDI

Leikendur
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Rúnar Freyr Gíslason

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

Jón, þrítugur smiður, hefur komist að því að besti vinur hans hefur verið að fara á fjörurnar við unnustu hans, Sigríði, og að hann er farinn að venja komur sínar í búðina þar sem hún afgreiðir, Undraland. Hann stendur líka frammi fyrir því að missa húsið sem hann er að byggja, vegna skulda. Jón er að eigin dómi glaður vitleysingur með fótbolta á heilanum. Sá sem unnustan hefur fallið fyrir er andstæða hans, strokinn og snyrtur verðbréfasali sem ekur um á dýrum bíl. En er allt sem sýnist? Hvað gerir gæfumuninn í kynnum þeirra þriggja?

Flutningstími
42 mínútur