Lísa og jólasveinninn

Sviðssetning
Lukkuleikhúsið

Sýningarstaður
Leik- og grunnskólar

Frumsýning
Desember 2008

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum  

Lísa og jólasveinninn fjallar um Lísu sem er átta ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á Íslandi. Það er komið fram í desember og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu.

Jólasveinninn, sem ætlaði einungis að setja í skóinn, gleymdi sér alveg þegar hann sá dótið hennar í herberginu og áður en hann vissi af er hann kominn inn á mitt herbergisgólf. Hann skoðar dótið í herberginu, sumt þekkir hann en annað ekki. Lísa sýnir honum leikföngin sín og segir honum frá daglegu lífi sínu. Jólasveininn segir Lísu frá Glýluhelli og segir sögur af svaðilförum sem hann hefur lent í á langri ævi. Lísa kennir jólasveininum jólalög sem hann hefur ekki heyrt áður og saman syngja þau með áhorfendum.

Lukkuleikhúsið er nýtt barna- og unglingaleikhús. Eigandi þess og leikhússtjóri er Bjarni Ingvarsson en hann hefur unnið við barnaleikhús í tuttugu ár. Leikarar sýningarinnar eru Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem hafa leikið í mörgum eftirminnilegum sýningum svo sem Langafa prakkara, Lómu, Snuðru og Tuðru, Prumpuhólnum, Smið jólasveinanna, Hvar er Stekkjarstaur, Hatt og Fatt ofl.

Höfundur
Bjarni Ingvarsson 

Leikstjóri
Bjarni Ingvarsson

Leikari
Bjarni Ingvarsson

Leikkona
Aino Freyja Järvelä