Djöflafúgan
Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Frumsýning
16. október 2008
Tegund verks
Danssýning
Í október sýnir Íslenski dansflokkurinn fjögur ný verk þar sem hver höfundur skapar dúett fyrir tvo dansara flokksins. Viðfangsefnin eru sígild: Fegurð, þráhyggja, tilfinningar, átök og ástríða. Höfundar eru Gunnlaugur Egilsson. Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
„Þeir dönsuðu, djöfluðust, voru dregnir um og málaðir á veggi. Þau stóðu tvö ein eftir og biðu eftir því að veislan tæki enda.“
Danshöfundur
Gunnlaugur Egilsson
Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Steve Lorenz
Búningar
Harpa Einarsdóttir
Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson
Tónlist
Gunnlaugur Egilsson
Gunnlaugur Egilsson er dansari og danshöfundur sem hefur skapað sér nafn á erlendum vettvangi. Gunnlaugur starfar við Konunglega sænska ballettinn í Stokkhólmi. Hann hefur samið fjölda verka, unnið við gerð tónlistarmyndbanda og komið að nokkrum stuttmyndum sem danshöfundur.