Ambra
Sviðssetning
Carte Blanche
Festspillene i Bergen
Íslenski dansflokkurinn
Listahátíð í Reykjavík
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið
Frumsýning
23. maí 2008
Tegund verks
Danssýning
Á Listahátið í Reykjavík sameinast tveir af helstu dansflokkum Norðurlanda í einu stórverkefni, Ambra. Það eru Íslenski dansflokkurinn og Carte Blanche frá Bergen, sem er fremsti nútímadansflokkur Noregs. Heimsfrumsýningin verður á Listahátíð í Reykjavík 23. maí og verða aðeins þrjár sýningar á verkinu í Reykjavík. Þaðan fer sýningin viku seinna á Listahátíðina í Bergen, þar sem verkið verður sýnt tvisvar í Grieghallen. Listahátíðirnar tvær eru meðframleiðendur verksins.
Danshöfundurinn er Ina Christel Johannessen, en hún þykir einn mest spennandi danshöfundur Evrópu um þessar mundir. Íslensku tónlistarkonurnar Kira Kira og Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir semja tónlistina fyrir verkið ásamt þýskum samverkamanni sínum, Dirk Desselhaus. 21 dansari tekur þátt í sýningunni.
Úr ferðabók Jan Erik Ringstad:
Á eldfjallaeyjunni Jan Mayen – Djöflaeyjunni í Norður-Íshafinu – sjást daglega merki um jarðhræringar á jarðskjálftamælum; jörð skelfur, minniháttar skjálftar ganga yfir og endrum og eins vakna eldfjöll til lífsins. Að morgni mánudags þann 6. ágúst árið 2001 uppgötvar starfsmaður á rannsóknarstöð í Íshafinu nýjan dranga úti fyrir ströndinni. Í sjónaukanum sínum kemur hann auga á hval sem rekur að landi og stefnir í strand.
Uppspretta hugmyndarinnar er bláhvalur sem rak á land á strönd Jan Mayen árið 2001. Beinagrind hans er á safni í Noregi og verður notuð í sýningunni. Höfundar vilja nota sögu hvalsins, þessa ótrúlega dýrs sem syndir um heimsins höf áratugum saman, virðist ætíð vita nákvæmlega hvert hann á að fara og gefur frá sér hljóð á „tungumáli” sem er einstakt og vísindamenn kappkosta enn að skilja. Sýningin er óður til hvalanna, framleidd af listafólki sem kemur frá löndum sem enn stunda hvalveiðar þrátt fyrir víðtæk mótmæli um heim allan. Verkið fjallar um samskipti þjóða á milli, einstaklinga, ferðir okkar, leyndardóma og þrár.
Danshöfundur
Ina Christel Johannessen
Aðstoðamaður danshöfundar
Cecilia Roos
Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Cameron Corbett
Camilla Spidsøe
Emilía Benedikta Gísladóttir
Guro Nagelhus Schia
Hannes Egilsson
Henriette Slorer
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Jon Filip Fahlstrom
Katrín Á. Johnson
Katrín Ingvadóttir
Lena Meland
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Mate Meszaros
Ole Martin Meland
Peter Anderson
Pia Elton Hammer
Steve Lorenz
Vedbjørn Sundby
Yaniv Cohen
Leikmynd
Kristin Torp
Búningar
Kristin Torp
Lýsing
Kyrre Heldal Karlsen
Tónlist
Dirk Desselhaus
Kira Kira
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
Hljóðmynd
Morten Cranner
Ljósmyndir
Carina Musk-Anders
Thor Brødreskift