Milljarðamærin snýr aftur
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Staðsetning
Borgarleikhús, Stóra svið
Frumsýning
Febrúar 2009
Tegund verks
Leiksýning
Lítill ótilgreindur smábær má muna fífil sinn fegurri, veisluhöldin eru búin og peningarnir á þrotum. Þegar fréttist að Milljarðamærin sé væntanleg aftur heim vaknar hjá íbúunum von um að hún láti eitthvað af auðæfum sínum renna til samfélagsins.
Milljarðamærin, sem hrökklaðist úr bænum fyrir löngu með smán en auðgaðist síðan gríðarlega, lofar bæjarbúum háum fjárhæðum að uppfylltu einu skilyrði sem kallar á blóðuga fórn. Tilboðið er dæmt siðlaust en þrátt fyrir það byrjar fólk að eyða og spenna líkt og það eigi von á batnandi fjárhag. En meðan íbúarnir glíma við samvisku sína gerir Milljarðamærin upp málin við æskuástina.
Kjartan Ragnarsson, sem verið hefur í fararbroddi íslenskra leikstjóra um árabil, vinnur nýja leikgerð á verkinu og stýrir glæsilegum hópi listamanna. Verk Friedrich Dürrenmatts var frumflutt árið 1956 og hefur æ síðan verið sett reglulega upp um heim allan, ,enda sagan einkar krassandi. LR sýndi leikritið árið 1965, þá undir titlinum Sú gamla kemur í heimsókn. Hér er á ferðinni leikrit sem á alltaf erindi en sjaldan meira en einmitt nú, á Íslandi árið 2008.
Höfundur
Friedrich Dürrenmatt
Þýðing
Gísli Rúnar Jónsson
Leikgerð
Gretar Reynisson
Kjartan Ragnarsson
Leikstjóri
Kjartan Ragnarsson
Leikari í aðalhlutverki
Jóhann Sigurðarson
Leikkona í aðalhlutverki
Sigrún Edda Björnsdóttir
Leikarar í aukahlutverkum
Atli Þór Albertsson
Bergur Þór Ingólfsson
Halldór Gylfason
Hallgrímur Ólafsson
Magnús Guðmundsson
Pétur Einarsson
Randver Þorláksson
Sveinn Kjartansson
Theodór Júlíusson
Valdimar Örn Flygenring
Þröstur Leó Gunnarsson
Leikkonur í aukahlutverkum
Hanna María Karlsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikmynd
Gretar Reynisson
Búningar
Filippía I. Elísdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist
Frank Hall
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen
Hljómsveit
Kjartan Guðnason
Páll Ívan Pálsson
Sylvía Hlynsdóttir
Valdimar Guðmundsson