Blessuð sé minning næturinnar
Blessuð sé minning næturinnar
Höfundur
Ragnar Ísleifur Bragason
Leikstjórn
Símon Birgisson
Hljóðvinnsla
Georg Magnússon
Tónlist og hljóðmynd
Anna Þorvaldsdóttir
Tónlistarflutningur
Anna Þorvaldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Daniel Shapira
Hrafn Ásgeirsson
Justin DeHart
Upptaka tónlistar
Daniel Shapira
Leikendur
Árni Tryggvason
Guðlaug María Bjarnadóttir
Hjörtur Jóhann Jónsson
Ólöf Haraldsdóttir
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Blessuð sé minning næturinnar er nýtt íslenskt útvarpsleikrit eftir Ragnar Ísleif Bragason. Verkið fjallar um Sif sem missti eitt sinn barn og hefur eytt ævinni í að kljást við sorgina. Barnið sem „aldrei varð til“ er Adam, sem þráir það eitt að gera heiminn fallegri með því að trufla mannfólkið ekki. Adam og Sif fá tækifæri til að hittast aftur og uppgjör þeirra er nauðsynlegt ef Sif á að geta náð sátt við sjálfa sig og Adam sátt við heiminn.
Verkið dansar á mörkum hins ljóðræna og blákalds veruleikans. Sorgin verður aldrei flúin en fegurðin er alltaf skammt undan.
Blessuð sé minning næturinnar er frumraun Ragnars í leikritun en hann vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína Á meðan sem kom út á síðasta ári. Í gagnrýni um bókina sagði meðal annars: “Ljóðin eru í senn full með tilfinningalega spennu og forvitni þess sem nálgast heiminn spurulum augum. Reynt er að finna brothættum heimi stað í æðra samhengi.”
Flutningstími
49 mínútur
Frumflutt
4. apríl 2010