Cardiac Strain (Hjartastreita)
Cardiac Strain (Hjartastreita)
Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Frumsýning
25. nóvember 2009
Tegund verks
Danssýning
Djammvika Íslenska dansflokksins stendur yfir dagana 25. til 28. nóvember. Þetta er sannkölluð dansveisla þar sem frumflutt verða fjögur ný verk í vinnslu. Fyrsta kvöldið verða sýnd verkin Cardiac Strain eftir Tony Vezich og Shit eftir Kristján Ingimarsson. Annað kvöldið verða sýnd verkin Heilabrot eftir Brian Gerke og Kjúklingur í sauðagæru eftir Peter Anderson.
Með Djammviku er dansflokkurinn að gefa nýjum höfundum tækifæri til að vinna með flokknum og einnig er þetta vettvangur til að þróa og prófa nýja tækni og aðferðir við sköpunina. Mikil eftirspurn er eftir miðum á Djammviku og nú þegar er uppselt á þrjár sýningar af sex.
Ný-sjálendingurinn Tony Vezich hefur verið að þróa með sér sérstakan dans „orðaforða“ sem er í grunninn mjög líkamlega krefjandi. Hugmyndin að baki Cardiac Strain er gefin til kynna í heiti verksins segir Tony, „líkamlegu þreki dansarann er storkað svo að hjartslátturinn rýkur upp úr öllu valdi, í lok verksins eru þau algerlega örmagna.“ Áhorfandinn mun ekki aðeins upplifa styrk dansaranna og líkamleg átök heldur sýnir verkið einnig óbilandi þrautseigju mannsins til að takast á við alla þá erfiðleika sem hann kann að mæta.
Danshöfundur
Tony Vezich
Búningar
Elín Edda Árnadóttir
Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson
Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Emilía Benedikta Gísladóttir
Hannes Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Steve Lorenz
– – – – – –
Íslenski dansflokkurinn er nútímadansflokkur og hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu. Hjá Íd starfa að venju á annan tug dansara í fullu starfi, fastráðnir, gestadansarar og dansarar á nemendasamningi, allir með þjálfun í klassískum dansi. Þar að auki taka dansnemar sem stunda nám við dansbraut Listaháskóla Íslands þátt í starfsemi Íd.
Íslenski dansflokkurinn hefur unnið með mörgum af fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að leggja rækt við íslenska danssköpun með því að setja á svið verk eftir íslenska danshöfunda. Dansflokkurinn hefur ferðast víða og stefnir á sýningarferðir til Kína, Frakklands, Hollands og Bandaríkjanna á árinu, auk þess að halda reglulega sýningar á Íslandi.