Völva
Völva
Sviðssetning
Pálína frá Grund
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn
Frumsýning
22. október 2009
Tegund verks
Leiksýning
Völva er rafrænn leikhússeiður sem byggir á endurortri Völuspá Þórarins Eldjárns, leikhúsverk þar sem unnið er með nýja rafræna og gagnvirka tæknimiðla. Leikkonan, holdgervingur Völvunnar, stjórnar framvindunni í gegnum íklæðanlegan rafmiðil, „hljóðkjól“, sem er galdratæki Völvunnar. Völva er framsækið samrunaverk sem leitast við að skapa nýja vídd innan leikhúslandslagsins.
Völuspá telst til Eddukvæða, er geyma kvæðabálka sem lifðu í munnmælum þar til á 13. öld, er kvæðin voru skráð. Völuspá er óður um sköpun heimsins og endalok hans í Ragnarökum.
„Ein sat ég úti
er Óðinn gamli kom.
Hann óttaðist um Æsi
í augu mín leit.
Hvað viltu frétta?
…Viljið þið meira eða hvað?”
Höfundar
Pálína Jónsdóttir
Walid Breidi
Leikstjórn
Pálína Jónsdóttir
Walid Breidi
Listrænn ráðunautur
J. Ed Araiza
Leikkona í aðalhlutverki
Pálína Jónsdóttir
Leikmynd
Xavier Boyaud
Búningar
Filippía I Elísdóttir
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
Förðun
Árdís Bjarnþórsdóttir
Hárgreiðsla
Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir
Lýsing
J. Ed Araiza
Xavier Boyaud
Myndvinnsla
Xavier Boyaud
Myndbands- og ljósastjórn
Karl Sigurðsson
Tónlist
Skúli Sverrisson
Hljóðmynd
Walid Breidi
Hljóðstjórn
Tómas Freyr Hjaltason
– – – – – –
Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og hefur því starfað í yfir hálfa öld. Um fjórar milljónir áhorfenda hafa sótt sýningar leikhússins frá upphafi. Starfsemi Þjóðleikhússins er fjármögnuð að þrem fjórðu hlutum með framlagi af fjárlögum, en einum fjórða með sjálfsaflafé. Leikið er á fjórum leiksviðum í Þjóðleikhúsinu, Stóra sviðinu með um 500 sæti í áhorfendasal, Leikhúsloftinu sem rúmar um 80 manns, Kúlunni í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 með um 100 sæti, og í sömu byggingu er hið nýja leiksvið Kassinn, sem er með um 140 sæti.
Þjóðleikhúsið leggur áherslu á að efla íslenska leikritun með flutningi nýrra innlendra verka og kynna áhorfendum jafnframt það sem forvitnilegast er að gerast í erlendri leikritun. Einnig eru flutt sígild verk, barnaleikrit, söngleikir og óperur. Á hverju leikári starfa milli fjögur og fimm hundruð manns í Þjóðleikhúsinu.
Í hverri leiksýningu er fólgin mikil vinna. Samhliða leikæfingum og vinnu listrænna stjórnenda hverrar sýningar vinnur starfsfólk ólíkra deilda Þjóðleikhússins vikum saman að undirbúningi. Má þar nefna sviðsmenn, starfsfólk saumastofu, leikmunadeildar, hárgreiðslu- og förðunardeilda, ljósadeildar, hljóðdeildar og kynningar- og fræðsludeilda. Þjóðleikhúsið leggur metnað sinn í að bjóða áhorfendum leiklist í hæsta gæðaflokki.
Hlutverk Þjóðleikhússins er að:
• Glæða áhuga landsmanna á leiklist og þeim listgreinum sem tengjast leiksviði með fjölbreyttu úrvali sýninga.
• Örva innlenda leikritun og aðra höfundavinnu og stuðla að aukinni samvinnu sviðslistamanna.
• Stuðla að framþróun í greininni með því að leggja áherslu á faglega úrvinnslu og listræna framsetningu.
• Efla leiklistaruppeldi með framboði á sýningum sérstaklega ætluðum börnum og ungmennum.
• Efna til umræðna og verkefna á sviði leiklistar í samvinnu við skóla, félagasamtök og stofnanir.
• Miðla leiklist um landið með leikferðum og samvinnuverkefnum.