Við borgum ekki, við borgum ekki!
Við borgum ekki, við borgum ekki!
Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Reykjavíkur
Nýja Ísland
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Samkomuhúsið á Akureyri
Frumsýning
6. júní 2009
Tegund verks
Leiksýning
Úti er órói í almenningi enda hefur allt hækkað upp úr öllu valdi á sama tíma og verið er að skera niður og segja upp fólki. Konurnar taka málin og matinn í sínar hendur og meðan lögreglan leitar þeirra sem hafa fengið sér vörur með 100% afslætti, hefur frjósemi borgaranna aukist með dularfullum hætti þannig að allar götur eru fullar af „óléttum“ konum á öllum aldri. Þegar sérsveitarmaður reynir að fletta ofan af hinni dularfullu frjósemi verður hann sjálfur óléttur. Hér er á ferðinni splunkuný útgáfa af þessum frábæra gamanleik sem hefur verið færður til Íslands í dag í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur og staðfærslu hópsins.
Höfundur
Dario Fo
Þýðing
Magnea J. Matthíasdóttir
Leikstjóri
Þröstur Leó Gunnarsson
Leikari í aðalhlutverki
Ari Matthíasson
Leikkona í aðalhlutverki
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Leikarar í aukahlutverkum
Halldór Gylfason
Jóhann G. Jóhannsson
Leikkona í aukahlutverki
Þrúður Vilhjálmsdóttir
Leikmynd
Stígur Steinþórsson
Búningar
Stígur Steinþórsson
Lýsing
Magnús Helgi Kristjánsson
– – – – – –
Dario Fo er ítalskur og fæddur 1926. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1997. Fo hefur alla sína ævi verið mjög pólitískur og jafnan tekið málstað þeirra sem minna mega sín. Sá listamaður sem hvað mest áhrif hefur haft á höfundaferil Dario Fo er eflaust kona hans Franca Rame sem á drjúgan þátt í öllum leikverkunum auk þess að hafa leikið aðalhlutverk í mörgum frumuppfærslum þeirra.
Umsögn sænsku akademíunnar gladdi Dario Fo sem svaraði að bragði: „Hirðfífl er titill sem ég er ánægður með því það er svo fjarri hefðbundnu leikhúsi. Ég yfirgaf slíkan leikmáta við lok sjöunda áratugarins til að flytja leikrit mín í skólum, í félagsmiðstöðvum, utan dyra. Síðan á tímum Moliéres hefur leikari sem skrifaði eigin verk verið álitinn loddari. Með þessari verðlaunaveitingu fær aumingja Moliére líka uppreisn æru.“