Ódauðlegt verk um stríð og frið

Sviðssetning
Áhugaleikhús atvinnumanna
Lókal

Sýningarstaður
Smiðjan

Frumsýning
3. september 2009

Tegund verks
Leiksýning

Áhugaleikhús atvinnumanna frumsýnir Ódauðlegt verk um stríð og frið, en sýningin er  opnunarsýning Lókal, alþjóðlegrar leiklistarhátíðar sem haldin er í Reykjavík dagana 3.-6. september. Að sýningunni koma hátt á annan tug sviðslistamanna en leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir. Ódauðlegt verk um stríð og frið reynir að snúa mannlegu eðli á úthverfuna og skoða þær kenndir í manninum sem ýta honum í átök og neita honum um frið í sálinni. Verkið er þriðja í röðinni af kvintológíu eða fimm verka röð sem hópurinn er að vinna að.

Í  tilefni af frumsýningunni verða tvö fyrri verk leikhússins endursýnd. Fyrsta ódauðlega verkið eða Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi verður einnig sýnt í Smiðjunni en sýningar á öðru verki kvintólógíunnar, Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna verða í Nýlistasafninu.

Verkin eru hvert um sig rannsókn á mannlegu eðli en um leið tilraun með leikhúsformið, þau skyggnast inn í mannlegt eðli og feta sig inn að innsta kjarna mannsins. Hvert verk um sig tekur á eiginleikum,  þáttum eða áráttum í mannlegri hegðun og tilvist og varpa nýju ljósi á þekktar staðreyndir.

Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist og lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi.

Höfundur
Steinunn Knútsdóttir í samstarfi við hópinn

Leikstjóri
Steinunn Knútsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Sverrir Páll Einarsson

Leikarar/listamenn
Árni Pétur Guðjónsson
Hannes Óli Ágústsson
Magnús Guðmundsson
Orri Huginn Ágústsson
Ólafur Steinn Ingunnarson
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Rúnar Guðbrandsson

Leikkona í aðalhlutverki
Hera Eiríksdóttir

Leikkonur/listamenn
Aðalbjörg Árnadóttir
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Harpa Arnardóttir
Hrafnhildur Hagalín
Ilmur Stefánsdóttir
Jórunn Sigurðardóttir
Kristjana Skúladóttir
Lára Sveinsdóttir
Margrét Pálmadóttir
Marta Nordal
Nanna Hlíf Ingvadóttir
Ólöf Ingólfsdóttir

Tónlist
Hilmar Örn Hilmarsson