Hel
Sviðssetning
Hr. Níels
Listahátíð í Reykjavík
Sýningarstaður
Íslenska óperan
Frumsýning
23. maí 2009
Tegund verks
Ópera
Hel er heiti nýrrar íslenskrar óperu eftir Sigurð Sævarsson, byggð á samnefndri sögu eftir Sigurð Nordal. Óperan er sett upp í samstarfi sviðslistahópsins Hr. Níelsar, Caput-hópsins, Íslensku óperunnar og Listahátíðar í Reykjavík. Textinn í verkinu er saminn af leikhópnum sem setur hana upp, Hr. Níelsi.
Í helstu hlutverkum í Hel eru Ágúst Ólafsson, barítón, í hlutverki Álfs, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, í hlutverki Skugga og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, í hlutverki Unu. Caput-hópurinn ásamt blönduðum kór kemur einnig fram í sýningunni undir stjórn Sigurðar Sævarssonar. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason.
Sagan Hel er samin upp úr hugleiðingum Sigurðar Nordals um Einlyndi og Marglyndi. Sagan segir af manni sem heitir Álfur og er frá Vindhæli. Álfur er persónugervingur hinnar mannlegu viðleitni til að finna lífinu tilgang. Af ótta við að glata sjálfum sér í alls kyns fjötra, hvort sem þeir eru úr járni eða rósum, yfirgefur hann ástkonu sína og heldur í ferðalag að leita gæfunnar.
Álfur: Ég leita gæfunnar, og finn hana þegar ég missi hennar, því sjálf leitin er gæfan.
Höfundur
Sigurður Sævarsson
Byggt á sögu eftir
Sigurð Nordal
Leikgerð
Sigurður Eyberg
Siguringi Sigurjónsson
Leikstjórn
Ingólfur Níels Árnason
Leikkonur í aðalhlutverkum
Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Þóra Karítas Árnadóttir
Leikmynd
Ingólfur Níels Árnason
Búningar
Ingólfur Níels Árnason
Lýsing
Páll Ragnarsson
Tónlist
Sigurður Sævarsson
Hljómsveit
Caput-hópurinn
Söngvarar
Ágúst Ólafsson
Hulda Björk Garðarsdóttir
Jóhann Smári Sævarsson
Kór Íslensku óperunnar
– – – – – –
Sviðslistahópinn Hr. Níels skipa leikstjóri, leikari og leikskáld sem lögðu af stað með þá hugmynd að gera óperu eftir sögu Sigurðar Nordal, Hel, enda textinn einstaklega ljóðrænn og fallegur. Var stefnan strax tekin á að gera óperu sem væri nær landamærum leikhússins, það er óperu þar sem texta og textaflutningi væri gefið meira vægi en menn eiga að venjast í óperuflutningi. Var því ráðist í að gera leikgerð af sögunni og var eingöngu stuðst við upprunalegan texta Sigurðar. Tónskáldið Sigurður Sævarsson hreifst af hugmyndum hópsins og í framhaldi af því hófst samstarf um gerð óperunnar Hel, þar sem tónlistin var látin fæðast út frá orðunum.
Ingólfur Níels Árnason útskrifaðist frá Ítalska leiklistarháskóanum Accademia Nazionale D’arte Drammatica – Silvio D’Amico í Róm árið 1999, sem leikstjóri með sérhæfingu í óperuleikstjórnun. Hann hefur unið sem aðstoðarmaður leikstjóra við óperuhúsin í Róm og Palermo. Ingólfur þýddi og leikstýrði fyrstu uppfærlunni á Karíusi og Baktusi eftri T. Egner á Ítalíu. Hjá Islensku óperunni hefur hann leikstýrt RAkaranum í Seviglia eftir Rossini, Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Apótekaranum eftir Haydn, Suor Angelica og Gianni Schicchi eftir Puccini., hann starfaði sem fræðsklustjóri íslensku óperunnar í 2 ár.
Einnig hefur Ingólfur leikstýrt nokkrum útvarpleikritum hjá Útvarpsleikhúsinu og var tilnefndur til Grímunnar 2006 fyrir leikritið Ómerktur ópus í c-moll. Ingólfur hefur starfað um árabil með leikhópnum MAS sem er leikhópur fólks með þroskahömlun.
Hann hefur leikstýrt Stræti hjá Nemendaleikhúsinu, Ráðalausir menn í Tjarnarbíói og Bugsy Malone hjá leikfélagi Keflavíkur. Ingólfur var formaður félags leikstjóra í um 2 ár og í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Ingólfur er ein af stofnendum og listrænn stjórnanndi leikhópsinns Hr.Níels og leikstýrði nýrri íslenskri óperu HEL á listahátíð 2009 í samstarfi við íslensku óperuna og CAPUT hópinn.
Sigurður Sævarsson lauk meistaraprófi í tónsmíðum og söng frá Boston University vorið 1997. Helstu viðfangsefni hans síðustu árin hafa verið óperur og kórverk, en nýjasta verk Sigurðar er Hallgrímspassía. Verkið er samið fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara og textinn er unninn upp úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Schola cantorum og Caput, undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu verkið, þá í annað sinn, síðastliðna páska. Nánar á www.sigurdursaevarsson.com
CAPUT-hópurinn var stofnaður 1987 af ungum íslenskum tónlistarmönnum í þeim tilgangi að flytja nýja tónlist. CAPUT hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverka og haldið tónleika í Norður-Ameríku og í 15 Evrópu löndum. CAPUT hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu, Ameríku og á Íslandi og hefur gefið út níu hljómdiska í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess hafa hljóðritanir hópsins komið út á sjö safndiskum. CAPUT er leiðandi afl í flutningi nýrrar tónlistar á Íslandi og er á meðal fremstu tónlistarhópa í Evrópu sem fást við nýja tónlist. Hópurinn hefur hvarvetna hlotið lof fyrir kraftmikla túlkun og tæknilega yfirburði.
Hulda Björk Garðarsdóttir hóf söngnám sitt hjá Þuríði Baldursdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk Burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1996 og var kennari hennar Þuríður Pálsdóttir. Þaðan fór hún til náms við Hochschule der Künste í Berlin undir leiðsögn Frau Anke Eggers. Hún hlaut styrk frá The Associated Board of Music til náms við The Royal Academy of Music, og lauk þaðan einsöngvaraprófi DipRam árið 1998. Þar var kennari hennar Elizabeth Ritchie. Hún hefur tekið þátt í masterclass m.a. hjá söngvurunum Kiri Te Kanawa, Barböru Bonney og Thomas Van Allen. Hulda Björk debúteraði sem Susanna í óperunni Le Nozze di Figaro hjá Garsington Opera árið 2000. Þá söng hún titilhlutverkið í óperunni Jenufa eftir Janacek hjá Norsku Óperunni í Oslo, og var síðan í hópi fyrstu fastráðinna söngvara hjá Íslensku Óperunni árið 2003. Þar voru hlutverk hennar meðal annars Súsanna í Brúðkaupi Fígarós, Micaela í Carmen, Joanna í Sweeney Todd, Governess í Tökin hert (The Turn of the Screw) eftir Britten og Anne Trulove í Flagara í framsókn (The Rake’s Progress) eftir Stravinsky og Violetta Valery í La traviata eftir Verdi. Önnur hlutverk sem hún hefur sungið eru Fiordiligi í Cosi fan tutte, Euridice í Orfeo ed Euridice, Madama Butterfly úr samnefndri óperu og Danae úr Die Liebe der Danae eftir R. Strauss. Hulda Björk hefur komið fram á fjölda tónleika úti og hér heima. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kammersveitinni Ísafold.
Ágúst Ólafsson stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og síðan við Sibelíusarakademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Hann hefur sótt fjölda námskeiða, m.a. hjá Rudolf Jansen, Elly Ameling, Udo Reinemann, Wolfgang Holzmair, Hartmut Höll og Mitsuko Shirai. Ágúst sótti tvenn meistaranámskeið hjá Elísabetu Schwarzkopf og um tíma reglulega einkatíma hjá henni. Helstu hlutverk eru Don Giovanni, Posa í Don Carlo og Le Disqorde í Les arts florissants í óperuuppfærslum Síbelíusar-akademíunnar og með Óperustúdíói Austurlands hlutverk greifans í Brúðkaupi Fígarós og Don Giovanni. Ágúst hefur sungið á ljóðasöngstónleikum víða í Finnlandi og í Þýskalandi, m.a. í Berlín á 100 ára ártíð Hugo Wolfs, sem Dietrich Fischer-Dieskau skipulagði og tók sjálfur þátt í. Hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni til þessa eru titilhlutverkið í óperutryllinum Sweeney Todd hlutverk Skuggans í Rake´s Progress , Harlekin í Ariadne á Naxos og Douphol barón í La traviata.
Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Àrna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði Jóhann Smári sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, meðal annarra Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og þekktum hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester og WDR útvarpshljómsveitina í Köln. Jóhann hefur sungið yfir 50 hlutverk á ferlinum, þar á meðal Baron Ochs, Filippo II, Don Manifico, Sarastro, Leporello, titilhlutverkid í Mefistofele, Rocco, Daland, Figaro, titilhlutverkið í Gianni Schicci og Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Meðal verka á tónleikum eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, 8. sinfónía Mahlers og Sköpunin eftir Haydn. Jóhann hefur haldið ljóðatónleika hérlendis og erlendis. Hann söng hlutverk Trulove í uppsetningu Íslensku óperunnar á The Rake’s Progress haustið 2006 og Grenvil lækni í La traviata árið 2008.