Gauragangur

Gauragangur

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið

Frumsýning
19. mars 2010

Tegund verks
Söngleikur

Töffarinn og erkiunglingurinn Ormur Óðinsson er mættur til leiks. Við kynnumst þessum höfuðsnillingi íslenskrar unglingamenningar; vinum hans, óvinum, hugsjónunum, hugmyndunum, orðsnillinni, fjölskyldunni, ljóðunum, skólanum og bannsettri ástinni. Við fylgjumst með óborganlegum tilraunum Orms við að búa til gull, fara á stefnumót, láta reka sig úr skóla og sofa hjá!

Gauragangur-09_copy

Það er ekki auðvelt að vera snillingur, þeir sjá heiminn eins og hann er – gallaðan. Gauragangur er þroskasaga skemmtilegustu andhetju Íslandssögunnar. Rafmagnaður og rokkaður poppsöngleikur eftir Ólaf Hauk Símonarson með tónlist eftir Nýdönsk.

Gauragangur-25_copy

Höfundar
Ólafur Haukur Símonarson
Nýdönsk

Leikstjóri
Magnús Geir Þórðarson

Leikarar í aðalhlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Birgitta Birgisdóttir
Valgerður Guðnadóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Bergur Þór Ingólfsson
Ellert A. Ingimundarson
Jóhann Sigurðarson
Pétur Einarsson
Rúnar Freyr Gíslason
Sverrir Þór Sverrisson
Theodór Júlíusson
Viktor Már Bjarnason
Walter Geir Grímsson
Þorsteinn Gunnarsson
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason

Leikkonur í aukahlutverkum
Dóra Jóhannsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Hanna María Karlsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Myndband
Henrik Linnet

Búningar
Filippía I. Elísdóttir

Leikgervi
Elín Sigríður Gísladóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Nýdönsk

Hljóðmynd
Thorbjörn Knudsen

Söngvarar
Bergur Þór Ingólfsson
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson
Jóhann Sigurðarson
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Valgerður Guðnadóttir
Örn Árnason

Danshöfundur
Margrét Bjarnadóttir

Tónlistarstjórn
Jón Ólafsson

Hljómsveit
Börkur Hrafn Birgisson
Ingi Björn Ingason
Kristinn Agnarsson
Stefán Már Magnússon
Þorbjörn Sigurðsson

Gauragangur-34_copy

Ólafur Haukur Símonarson (1947) er eitt okkar ástsælasta leikskáld og verk hans hafa snert hjörtu þjóðarinnar með einstökum hætti. Gauragangur er unninn upp úr samnefndri skáldsögu, einni vinsælustu unglingasögu Íslands, sem þýdd hefur verið á þrjú tungumál. Sérstaða Ólafs Hauks felst í því hvernig hann fjallar um hversdagslíf samtímans og lýsir venjulegu fólki sem er að kljást við sjálft sig og umhverfið. Ekki má gleyma stórgóðri tónlist Nýdanskrar sem samin var við leikverkið á sínum tíma.

Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið var  stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina.

Allir stofnendur Leikfélags Reykjavíkur voru áhugamenn þ.e. höfðu annað aðalstarf og fóru því æfingar og allt starf leikhússins fram  utan venjulegs vinnutíma. Meðlimir Leikfélagsins voru allir meðábyrgir í rekstri félagsins og voru skuldbundnir samkvæmt lögum félagsins að greiða ákveðna upphæð ef til gjaldþrots kæmi. Ákvarðanir voru lýðræðislegar varðandi verkefnaval og almennan rekstur. Leikarar fengu greitt  kvöldkaup fyrir hvert sýningarkvöld en höfðu jafnan grunntekjur úr sínu aðalstarfi.

Borgarleikhúsið var opnað í október 1989 og voru við það tækifæri frumsýndar tvær nýjar leikgerðir á sögum Halldórs Laxness, Ljósi heimsins á Litla sviðinu og Höll sumarlandsins á Stóra sviðinu.

Borgarleikhúsið er stærsta og best búna leikhús landsins, 10.400 m2 að stærð. Að auki telst það í hópi best búnu leikhúsa Evrópu. Í upphafi voru sviðin tvö, Stóra sviðið og Litla sviðið. Stóri salurinn er blævængslaga með einu, hallandi gólfi og tekur 529 manns í sæti, en sá litli er sexhyrndur með breytilegri sætaskipan og tekur að jafnaði um 170 manns í sæti, en hefur tekið hátt á þriðja hundrað gesta. Í október 2001 var þriðja sviðinu bætt við, Nýja sviðinu, sem í dag er fullkominn ,,svartur kassi“ sem býður uppá mikla möguleika hvað varðar rýmisnýtingu. Sæti eru fyrir 300 áhorfendur. Þriðja hæðin, kaffileikhúsið; lítill salur við mötuneyti starfsmanna, hefur auk þess verið notaður við ýmsar uppákomur, fyrirlestra og sýningar en salurinn tekur um 70 manns í sæti.

Frá opnun Borgarleikhússins hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið fyrir metnaðarfullu starfi. Hjarta leikhússins er leikhópurinn sem flutti stoltur frá ,,gamla miðbænum“  í ,,nýja miðbæinn“ og hefur að jafnaði staðið fyrir öflugri en jafnframt fjölbreyttri verkefnaskrá ár hvert. Að auki hefur Leikfélagið tryggt annarri menningarstarfsemi aðstöðu í húsinu, boðið til sín gestaleikjum og tekið þátt í innlendu sem erlendu samstarfi. Borgarleikhúsið er eins og Iðnó forðum, menningarmiðja í Reykjavík.