Fyrir framan annað fólk
Fyrir framan annað fólk
Sviðssetning
Venjulegt fólk
Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið
Frumsýning
Haustið 2009
Tegund verks
Leiksýning
Maðurinn sem hún elskar fer smám saman að hegða sér mjög einkennilega. Fyrr en varir virðist þessi geðþekki maður gjörsamlega hafa misst taumhald á sjálfum sér. Og orsökin er nákvæmlega sömu eiginleikar og áður gerðu hann skemmtilegan og heillandi. Er hægt að hjálpa honum? Hvar eru mörkin? Sum vandamál virka kannski fáránleg og fyndin, en afleiðingarnar geta orðið vægast sagt rosalegar.
Í víðara samhengi fjallar leikritið um stjórnleysi í sálarlífinu, þegar áráttur, fíknir eða langanir taka að stjórna lífi fólks. Bráðfyndið verk, fullt af hlýju og sársauka, um fáránleika, klikkun og ást.
Höfundur
Kristján Þórður Hrafnsson
Leikstjóri
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Leikari í aðalhlutverki
Sveinn Geirsson
Leikkona í aðalhlutverki
Tinna Hrafnsdóttir
Leikmynd
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Leikhópurinn
Lýsing
Garðar Borgþórsson