SOL

Heiti verks
SOL

Lengd verks
90 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Stafræn ást í háskerpu

Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það sem er hinumegin við útidyrnar, og hinsvegar heim tölvuleikja og netsamskipta. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá sem hann vill vera. Þar getur hann líka verið með SOL.

Allir elska SOL. Allir girnast SOL. Allir vilja vera SOL. Það er skiljanlegt. Hún er sterkust, fljótust, fallegust og gáfuðust. Hún er almáttug og ódauðleg.

En er hægt að verða ástfanginn af manneskju sem maður veit nær ekkert um, hefur aldrei séð og hvað þá hitt? Eru stafrænar tilfinningar raunverulegar, eða eru þær bara flóttaleið frá óútreiknanlegum raunveruleikanum?

Sagan af SOL byggir á raunverulegri ástarsögu úr samtímanum.

Sviðssetning
Í sviðsetningu Sóma Þjóðar, sýnt í Tjarnarbíó.

Frumsýningardagur
1. desember, 2017

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson

Leikstjóri
Tryggvi Gunnarsson

Danshöfundur
Sigríður Soffía Níelsdóttir

Tónskáld
Valdimar Jóhannsson

Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson

Lýsing
Valdimar Jóhannson og Hafliði Emil Barðason

Búningahönnuður
Tryggvi Gunnarsson

Leikmynd
Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson

Leikarar
Hilmir Jensson
Kolbeinn Arnbjörnsson

Leikkonur
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.somithjodar.is