Hvað býr í pípuhattinum?
Sviðssetning
Krílið
Sýningarstaður
Útgerðin
Frumsýning
2. október 2010
Tegund verks
Danssýning/innsetning ætluð börnum
Hvað býr í pípuhattinum? er lifandi innsetning eða lifandi leikvöllur fyrir börn og fullorðna, eða jafnvel börn á öllum aldri. Verkið er unnið af 4 listamönnum sem koma úr hinum ýmsu geirum listaheimsins og sækir innblástur sinn í sögurnar um Ævintýri Múmínálfanna, hugmyndafræði og hugarheim þeirra.
Hver af listamönnunum kynnti sér sögurnar um Múmínálfana og vann síðan út frá einni persónu sinn hluta verksins sem er síðan skeytt saman við aðra í eitt stórt völundarhús sem áhorfendur ganga í gegnum. Í völundarhúsinu fá áhorfendur að upplifa mismunandi heima sem innihalda mismunandi tilfinningar, lyktir og nostalgíur, heima sem bjóða upp á margvíslega möguleika og skapa lifandi leikvöll fyrir þá sem inn í verkið ganga.
Allskonar uppákomur svo sem gjörningar, upplestur, hljóðverk og leikir, eiga sér stað inn í verkinu, en áhorfendum er frjálst að ganga um rýmið og skoða á sýningartíma. Einnig er í boði fyrir áhorfendur að fá verkefnalista þegar þeir mæta, sem þeir geta leyst í samstarfi við yngra fólkið eða bara leyft sér að vafra um og uppgötva rýmin á sínum forsendum. Þess má til gamans geta að ólíkt flestum listsýningum þar sem ekki má snerta neitt þá er öllum áhorfendum guðvelkomið að snerta allt sem þeir vilja.
Hvað býr í pípuhattinum? er styrkt af Barnamenningarsjóði og Menningarsjóði Mosfellsbæjar.
„Halló, ósköp gaman að sjá þig! Láttu mig ekki trufla… Ég nefnilega veit hver þú ert. Ég hef heyrt um þig. Það gerist svo sem ekki margt hér… en okkur dreymir samt risastóra drauma. Ég verð að fara og lifa hratt, því ég er búin að missa af svo miklu nú þegar. Bestu kveðjur Pípuhatturinn.“
Höfundar
Hannes Óli Ágústsson
Ragnheiður Bjarnarson
Sunna Schram
Ævar Þór Benediktsson
Hugmyndasmíð
Ragnheiður Bjarnarson
Leikmynd
Hannes Óli Ágústsson
Ragnheiður Bjarnarson
Sunna Schram
Ævar Þór Benediktsson
Búningar
Hannes Óli Ágústsson
Ragnheiður Bjarnarson
Sunna Schram
Ævar Þór Benediktsson
Lýsing
Hannes Óli Ágústsson
Ragnheiður Bjarnarson
Sunna Schram
Ævar Þór Benediktsson
Tónlist/Hljóðmynd:
Arndís Hreiðarsdóttir
Dansarar
Hannes Óli Ágústsson
Ragnheiður Bjarnarson
Sunna Schram
Sérlegur aðstoðarmaður
Eva Signý Berger
– – – – –
Hannes Óli Ágústsson útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Hannes hefur unnið eftir útskrift með Hreyfiþróunarsamsteypunni og Áhugafélagi Atvinnumanna ásamt því að leika í kvikmyndinni Bjarnfreðarson og leikritinu Munaðarlaus. Hannes mun starfa hjá Þjóðleikhúsinu veturinn 2010-2011.
Ragnheiður Bjarnarson útskrifaðist frá Leiklistardeild, dansbraut, LHÍ vorið 2009. Eftir útskrift hefur Ragnheiður unnið og sýnt verkið Kyrrja. Hún sýndi á listahátíðinni Jónsvöku, sem var haldin sl sumar, verkin Kyrrja og Þráðarhaft. Einnig er Ragnheiður ein af stofnendum Hreyfiþróunarsamsteypunnar og hefur sýnt og starfað með henni síðan 2005. Hópurinn var tilnefndur til Grímuverðlauna árið 2009 og 2010.
Sunna Schram útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ vorið 2010. Síðan þá hefur Sunna sett upp verk í Crymo galleríi og í Skaftfelli á Seyðisfirði. Einnig var Sunna með verk á Listæringi sem nú var staðsettur á Stöðvafirði. Sunna fæst miklu leiti við videoverk, textíl og innsetningar í listsköpun sinni.
Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist sem leikari úr leiklistardeild LHÍ vorið 2010. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni og Rétti auk þess að taka þátt í Grease í Loftkastalanum. Ævar hefur búið til mikið af barnaefni bæði fyrir útvarp og sjónvarp, auk þess að vera höfundur smásagnasafnsins ,,Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki“. Þá er hann einn af stofnendum leikhópsins Homo Ludens.