Steinunn and Brian DO art; How to be Original
Steinunn and Brian DO art; How to be Original
Sviðssetning
Steinunn og Brian
Sýningarstaður
Tjarnarbíó
Frumsýning
1. apríl 2011
Tegund verks
Danssýning
Steinunn og Brian hafa unnið saman síðan árið 2007 og er þetta fimmta verkið þeirra. Fyrsta verkið þeirra var „Crazy in love with MR.PERFECT“ sem var fyrsta verkið í þríleik þeirra um ástina. Á eftir fylgdu verkin „Love always, Debbie and Susan“ og „The Butterface“. Þau sömdu verkið „Heilabrot“ fyrir Íslenska dansflokkinn sem var sýnt nú á dögunum í Borgarleikhúsinu.
Verk Steinunnar og Brian hafa verið tilnefnd til Grímunnar, hlotið verðlaun erlendis og verið sýnd víða í Evrópu og í New York. Tvíeykið er þekkt fyrir óhefðbundinn stíl, kaldhæðni, húmor og dramatík; þau leika sér með dans og texta á grátbroslegan hátt sem oft kallar fram villtan hlátur og jafnvel tár. Berskjölduð tengjast þau áhorfendum sínum á persónulegan hátt og deila með þeim hluta af sjálfum sér.
Danshöfundar
Steinunn Ketilsdóttir
Brian Gerke
Dansarar
Steinunn Ketilsdóttir
Brian Gerke