Soft Target
Soft Target
Sviðssetning
Panic Productions
Reykjavik Dance Festival
Sýningarstaður
Hafnarhúsið
Frumsýning
1. september 2010
Tegund verks
Danssýning
„Ég sá þig og langaði til að tala við þig en það er aldrei nægur tími. Ég mun því ekki geta sannfært þig um neitt. Vitandi þetta þá er ekkert á milli okkar annað en óljós vefur skynjunar og við getum því einungis starað hvort á annað þar til það eina sem eftir uppi stendur er spurningin hvoru megin spegilsins stendur þú?“
Í náttúrunni getur verið lífsnauðsynlegt fyrir dýr að geta blandast umhverfi sínu. Fyrir bráðdýr að fela sig frá rándýrum og fyrir rándýr til að vera fær um að læðast upp að bráð. Dýr fara mismunandi leiðir til að blandast umhverfi sínu. Sum dýr notast við feluliti á meðan önnur dýr dulbúa sig sem eitthvað óspennandi eða hættulegt. Þekktasta dæmið um dýr sem að dulbýst er kamelljónið sem þrátt fyrir orðstýr sinn notar feluliti ekki til að felast heldur til að tjá skap sitt.
Danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir, dansarinn Johanna Chemnitz og textasmiðurinn Gordon Spragg, takast á við hugmyndina um „sjálfið“ og brjóta niður það sem skilur viðfangsefnið frá áhorfandanum. Tónlist eftir Peter Rehberg.
Danshöfundur
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Texti
Gordon Spragg
Búningar
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Lýsing
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Tónlist/Hljóðmynd
Peter Rehberg
Dansari
Johanna Chemnitz
Ljósmyndir
Tom Akinleminu