Rigoletto

Sviðssetning
Íslenska óperan

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
9. október 2010

Tegund verks
Ópera

Óperan sem Íslenska óperan færir upp á komandi haustmisseri er engin önnur en Rigoletto eftir Giuseppe Verdi. Þetta áhrifamikla og hádramatíska meistaraverk er ein af þekktustu óperum sögunnar og er reglulega færð upp í flestum óperuhúsum veraldar.

Í verkinu koma saman ástir, valdabarátta og örlög í æsispennandi fléttu, sem römmuð er inn af hrífandi tónlist meistara Verdis og inniheldur meðal annars hinar þekktu aríur „La donne e mobile“, „Questa o quella“ og „Caro nome“, að ógleymdum kvartettinum „Bella figlia de…ll’amore“.

Rigoletto segir af söguhetjunni Rigoletto sem starfar fyrir hinn illræmda kvennabósa, hertogann af Mantua. Rigoletto aðstoðar hertogann við að koma á fláráðum ástarævintýrum við konur; ýmist saklausar, giftar eða kornungar, en um leið heldur hann þeirri staðreynd leyndri, að hann á sjálfur dóttur, unga og fagra sem hann ann meira en öllu öðru.

Þegar Rigoletto tekur sjálfur þátt í brottnámi dóttur sinnar án þess að gera sér grein fyrir hver á í hlut og kemst að hinu sanna, leggur hann á ráðin um að láta myrða hinn ósvífna hertoga og flýja ásamt dóttur sinni, en ráðabrugg hans tekur óvænta stefnu og endar með skelfingu.

Höfundur
Giuseppe Verdi

Leikstjórn
Stefán Baldursson

Leikmynd
Þórunn S. Þorgrímsdóttir

Búningar
Filippía I. Elísdóttir

Lýsing
Páll Ragnarsson

Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason

Söngvarar
Ágúst Ólafsson
Bergþór Pálsson
Bragi Jónsson
Bylgja Dís Gunnarsdóttir
Hlöðver Sigurðsson
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Jóhann Smári Sævarsson
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Sesselja Kristjánsdóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Þóra Einarsdóttir

Dansarar
Bryndís Jónsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Sibylle Köll
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Danshöfundur
Sibylle Köll

ThoraEinars150OlafurKjartan150JohannFridgeir150