Lér konungur
Lér konungur
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Frumsýning
26. desember 2010
Tegund verks
Leiksýning
Sígildur harmleikur í uppsetningu ástralska leikstjórans Benedicts Andrews, eins eftirsóttasta leikstjóra af yngri kynslóðinni í leikhúsheiminum í dag.
„Við fæðingu við förum strax að gráta að lent við skulum á leiksviði fífla svo stóru.“
Lér konungur er af mörgum talið magnþrungnasta verk Williams Shakespeares. Einstæð rannsókn skáldsins á valdinu, oflætinu og fallvaltleika alls talar til okkar með ógnvænlegum krafti á þeim tímum sem við nú lifum.
Hinn aldurhnigni konungur Lér hefur ákveðið að skipta konungsríki sínu á milli dætra sinna þriggja, og skal hlutur hverrar dóttur fara eftir því hvað ást hennar á honum er mikil. En hvað vottar skýrast um ást barna til foreldra? Auðsveipni og fagurgali eldri systranna tveggja eða sjálfstæði og hreinskilni Kordelíu þeirrar yngstu? Æfur af reiði yfir því sem Lér telur skort á ást, afneitar hann Kordelíu og skiptir ríkinu í tvennt á milli eldri systranna. Í hönd fara tímar grimmúðlegrar valdabaráttu, svikráða og upplausnar og það líður ekki á löngu þar til eldri systurnar hafa hrakið föður sinn á burt.
Meistaraverk Shakespeares veitir einstaka innsýn í heim hinna valdaþyrstu, blekkingar þeirra og klæki. Tímalaust listaverk fullt af visku um átök kynslóðanna, drambið, blinduna, brjálsemina og það að missa allt.
Leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews, hefur á undanförnum árum verið afar eftirsóttur af leikhúsum í Evrópu og heimalandi sínu, Ástralíu. Hann hefur meðal annars leikstýrt fjölda sýninga hjá hinu rómaða leikhúsi Schaubuehne í Berlín. Hann hlaut fyrr á þessu ári helstu leiklistarverðlaun Ástralíu fyrir sýningu byggða á leikritum Shakespeares um Rósastríðin, með hinni heimsfrægu leikkonu Cate Blanchett í aðalhlutverki. Benedict Andrews er þekktur fyrir framúrskarandi vinnu með leikurum og einstaklega áhrifamiklar túlkanir á jafnt nýjum sem klassískum verkum.
Höfundur
William Shakespeare
Þýðing
Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn
Benedict Andrews
Aðstoðarleikstjóri
Friðrik Friðriksson
Dramtúrg
Matthew Whittet
Leikari í aðalhlutverki
Arnar Jónsson
Leikarar í aukahlutverkum
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Eggert Þorleifssson
Hilmir Jensson
Hannes Óli Ágústsson
Ólafur Darri Ólafsson
Ólafur Egill Egilsson
Pálmi Gestsson
Stefán Hallur Stefánsson
Leikkonur í aukahlutverkum
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Leikmynd
Börkur Jónsson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Tónlist
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
Hljóðmynd
B. J. Nilsen