Plastóperan

Heiti verks
Plastóperan

Lengd verks
40 mínútur

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Plastóperan fjallar um feðginin, Kristinn og Eldeyju, sem eyða deginum saman heima hjá sér á starfsdegi í skólanum. Draumar Eldeyjar um að geta leikið við pabba sinn rústast þegar kemur í ljós að Kristinn þarf að skrifa skýrslu fyrir hundleiðinlegt plastfyrirtæki. Eldey vill ná til pabba síns en það reynist erfitt þegar hann er í álögum þessa plastskrímslis.

Sviðssetning
Verkinu er ætlað að ferðast milli skóla en fyrstu tvær sýningarnar verða í Þjóðmenningarhúsinu. Um er að ræða frumsamda íslenska óperu fyrir börn þar sem öll leikmyndin er úr plasti og fötin úr gerviefnum. Óperan skírskotar í þekktar óperur og klassísk stef en kemur líka á óvart með Barbie girl og leiknum uppbrotum.
Plastóperan er hluti af Óperudögum í Reykjavík.

Frumsýningardagur
21. október, 2018

Frumsýningarstaður
Þjóðmenningarhúsið

Leikskáld
Árni Kristjánsson

Leikstjóri
Árni Kristjánsson

Tónskáld
Gísli Jóhann Grétarsson

Búningahönnuður
Þórdís Erla Zöega

Leikmynd
Þórdís Erla Zöega

Leikarar
Jón Svavar Jósepsson

Leikkonur
Björk Níelsdóttir

Söngvari/söngvarar
Jón Svavar Jósepsson
Björk Níelsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.operudagar.is/
gjgretarsson.com/