Allir synir mínir

Allir synir mínir

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
4. mars 2011

Tegund verks
Leiksýning

Mögnuð nútímaklassík um ábyrgð, græðgi, sekt og sakleysi

“Þetta er land hinna stóru feitu hunda, hér elskarðu ekki náunga þinn, þú étur hann!”

Arthur Miller er án efa eitt mesta leikskáld tuttugustu aldarinnar. Allir synir mínir er verkið sem gerði hann frægan, sannkölluð nútímaklassík um fjölskyldu þjakaða af leyndarmálum fortíðarinnar og ýmsa þá þætti í sálarlífi mannanna og samfélagi sem okkur eru sérstaklega hugleiknir nú á tímum.

Fjölskyldufaðirinn Joe Keller er verksmiðjueigandi í Bandaríkjunum, sem var á sínum tíma sýknaður af ákæru um að hafa framleitt gallaða vélarhluta í flugvélar. Yngri sonur Kellers var herflugmaður en hvarf í stríði fyrir þremur árum og er talinn af.

Móðirin heldur þó enn í vonina um að hann sé á lífi og bíður heimkomu hans. Þegar eldri sonur hjónanna upplýsir um ást sína og fyrrverandi unnustu yngri bróðurins fer af stað ófyrirsjáanleg atburðarás, og fjölskyldan neyðist til að takast á við ógnvænlega hluti úr fortíðinni.

Magnþrungið, sígilt verk um það sem getur gerst þegar græðgi og stundarhagsmunir ráða ferðinni.

Höfundur
Arthur Miller 

Þýðing
Hrafnhildur Hagalín

Leikstjórn
Stefán Baldursson

Leikarar í aðalhlutverkum
Björn Thors
Jóhann Sigurðarson

Leikkona í aðalhlutverki
Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Hannes Óli Ágústsson

Leikkonur í aukahlutverkum
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikmynd
Gretar Reynisson

Búningar
Þórunn S. Þorgrímsdóttir

Lýsing
Lárus Björnsson

Tónlist/Hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson