Afinn
Afinn
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Thorsson Productions
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla sviðið
Frumsýning
14. janúar 2011
Tegund verks
Einleikur
Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Hipparnir eru orðnir afar, þeir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta á Bítlana. En það blasa önnur, ný og erfiðari verkefni við: Gleraugu, flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og síðast en ekki síst – barnabörnin.
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson birtist hér í glænýju íslensku gamanleikriti og skiptir nú um sæti við Bjarna Hauk Þórsson. Sigurður leikstýrði Bjarna í Hellisbúanum sem sló rækilega í gegn og er einn vinsælasti einleikur á Íslandi fyrr og síðar. Árið 2007 flutti Bjarni Haukur svo einleikinn Pabbann, einnig í leikstjórn Sigga Sigurjóns. Eins og Pabbinn er Afinn hlýlegt gamanverk með stórt hjarta.
„Barnabörnin eru eins og bílaleigubílar, maður fær þau tandurhrein og full af bensíni en skilar þeim grút skítugum með tóman tank.“
„Allt í einu er fólk sem þú þekkir bara farið að deyja, og minningargreinarnar orðnar spennandi.“
Höfundur
Bjarni Haukur Þórsson
Leikstjórn
Bjarni Haukur Þórsson
Leikari í aðalhlutverki
Sigurður Sigurjónsson
Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson
Búningar
Finnur Arnar Arnarson
Lýsing
Kári Gíslason
Tónlist/Hljóðmynd
Pálmi Sigurhjartarson