Pottþétt Myrkur

Heiti verks
Pottþétt Myrkur

Lengd verks
ca 50 mín

Tegund
Dansverk

Um verkið
Manneskja, vertu berskjölduð!
Faðmaðu skugga þinn og máttleysi, faðmaðu myrkrið!

Þegnunum í ríki hinna hungruðu drauga er lýst sem skepnum með veikburða háls, lítinn munn, visna útlimi og stóra, uppblásna belgi. Þetta er lén fíkninnar og þar fer fam eilíf leit að tilbúnum lausnum sem milda eiga óendanlega löngun í létti eða fullnægju. En draugarnir geta ekki satt hungur sitt, því þeir vita ekki á hvers konar næringu þeir þurfa að halda. Þeir glíma því við ærandi tómleika og eru dæmdir til að reika ráðalausir um ríki sitt um alla tíð.

Pottþétt myrkur er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Fyrsta verkið í röðinni; Myrkrið faðmar, var frumsýnt á listahátíðinni Norður og niður á vetrarsólstöðum 2017. Myndbands-innsetningin Örævi sem unnin var í samvinnu við Pierre-Alain Giraud var varpað á olíutankana við Marshall-húsið við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík í febrúar 2018 og þriðji hlutinn, Brot úr myrkri, var sýndur á Listahátíð í Reykjavík 2018, í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss.

Frumsýningardagur
17. nóvember, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið

Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara Íd

Tónskáld
Sigur Rós og Valdimar Jóhannsson

Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Rebekka Jónsdóttir

Leikmynd
Valdimar Jóhannsson

Dansari/dansarar
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Felix Urbina, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnardóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Una Björg Bjarnadóttir & Þyri Huld Árnadóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
id.is/pottthett-myrkur/