Nú nú
Titill verks:
Nú nú
Sviðssetning:
Bjargey Ólafsdóttir í samvinnu við Reykjavík Dance Festival, Tónlistarhátíðina Jaðarber og Listasafn Reykjavíkur
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús, 8. September 2011
Um verkið:
NÚ NÚ
Danstónlistarverkið Nú nú var unnið fyrir Reykjavík Dance Festival og Tónleikaseríuna Jaðarber í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Um er að ræða verk sem er skapað á mótum ólíkra listgreina. Í því blandast: myndlist, tónlist, dans og fimleikar. Verkið samanstendur af tónverki, dansi og hreyfingum. Kona vatt sér upp að mér og sagði: Ég var í París um daginn og mig dreymdi þig. Þetta var mjög undarlegur draumur, það var eins
og við flytum um og ég sá ótrúlega dularfullt stórt form, marglitt…. þetta var nánast eins og risaskúlptúr sem svífur, svo var þarna fólk á hreyfinu,ég heyrði dularfull hljóð og ég fór líka að heyra raddir…..hún lýsti betur fyrir mér því sem fram fór, sagði að þetta minnti sig á karnival eða eitthvað þess háttar…ég sýndi henni skissubókina mína…og komst að því að hún hafði laumast inní hana að næturþeli…semsé hún komst inní skissubókina! Konan er listfræðingur sem hefur mikinn áhuga á vinnuferli listamanna, það mikinn áhuga að hún getur brotist inní skissubækur að næturþeli. Verkið var afhjúpað þann 8. September 2011 og það lítur út fyrir að innbrotið hafi heppnast algerlega því verkið var glettilega líkt draumi listfræðingsins!
Leikskáld:
Bjargey Ólafsdóttir
Leikstjóri:
Bjargey Ólafsdóttir
Danshöfundur:
Bjargey Ólafsdóttir í samstarfi við Snædísi Lilju Ingadóttir og Tinnu Þorsteinsdóttur
Tónskáld:
Bjargey Ólafsdóttir í samstarfi við Tinnu Þorsteinsdóttur
Hljóðmynd:
Elisabeth Carlsson
Lýsing:
Garðar og Kristín Pétursdóttir
Búningahönnuður
Bjargey Ólafsdóttir og Anna Clausen
Dansarar
Snædís Lilja Ingadóttir, Tinna Þorsteinsdóttir,