Zombíljóðin

Zombíljóðin

Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
9. september 2011

Tegund verks
Leiksýning

Tilvera okkar er á endimörkum sögunnar. Engar nýjar hugmyndir. Það er búið að hugsa þær allar. Það er búið að lofa okkur sársaukalausri tilveru í þægilegum sófa. Án núnings og fjarri hinu óþekkta. Við erum vel undirbúnir ferðalangar. Ekkert kemur okkur á óvart lengur. Allt er eins og það var auglýst.

Það sem okkur hefur hlotnast eigum við ávallt skilið. Eigum engum neitt að þakka nema okkur sjálfum. Við erum frábær. Við erum dugleg. Við erum snillingar. Okkur hefur tekist að útrýma tómu stundunum. Engum þarf að leiðast. Enginn þarf að mæta sjálfum sér. Það er okkar réttur. Ef hið ókunna birtist á meðal okkar girðum við það af eða stöðvum það með byssukúlu og sendum hræið í rannsókn upp á náttúrufræðistofnun. Við getum ekki leyft hinu ókunna að standa í bensínpolli með kveikjara.
Það má auðvitað koma okkur þægilega á óvart, en þægindin eru rofin þegar orð verða að byssukúlum. Þegar barn er borið út. Þegar einhver tekur eitrað amfetamín.

Þarf að fórna mennskunni fyrir tilveru án sársauka?

Zombíljóðin má segja að sé lokahnykkurinn á þríleik Borgarleikhússins um íslenska efnahagshrunið og afleiðingar þess. Áður komu sýningarnar Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Sýningarnar hafa vakið mikla athygli hérlendis, í Berlín og á leikhústvíæringnum í Wiesbaden. Þremenningarnir sem standa að þeim, Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson, eru aðilar að Mindgroup, regnhlífarsamtökum sem voru stofnuð árið 2006 af evrópskum leikhúslistamönnum, sem vinna verk sem spretta upp úr samtímanum.

Höfundar
Halldóra Geirharðsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eyjólfsson

Leikstjórn
Halldóra Geirharðsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eyjólfsson

Leikarar
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eyjólfsson

Leikkona
Halldóra Geirharðsdóttir

Lýsing
Kjartan Þórisson