Hótel Volkswagen
Hótel Volkswagen
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið
Frumsýning
9. mars 2012
Tegund verks
Leiksýning
Hótel Volkswagen er nýtt íslenskt leikrit eftir Jón Gnarr, einn þekktasta grínista landsins.
Pálmi og Siggi litli, sem er kona á fertugsaldri, eru á ferðalagi. Bíllinn bilar, en til allrar hamingju er Hótel Volkswagen í næsta nágrenni og þar er ekki einasta gistiaðstaða heldur er Svenni móttökustjóri líka bifvélavirki. Svenni er bjartsýnn tómhyggjumaður og hann lofar þeim að gera við bílinn. Á meðan feðgarnir bíða eftir að gert verði við bílinn þurfa þeir að gista á hótelinu og smám saman kynnast þeir gestum hótelsins.
Paul Jenkins er kona og breskur séntilmaður. Hún er gift Adrian Higgins. Þeir Paul og Adrian geta ekki eignast börn en eru alltaf að reyna – Paul er ekki með eggjastokka.
Ludwig Herman Finkelstein er kumpánlegur nasisti með fortíðarþrá. Hann bíður eftir vegabréfi til Brasilíu. En hann, eins og flestir gesta hótelsins, uppgötva að það er hægara sagt en gert að yfirgefa Hótel Volkswagen.
Við fylgjumst með hinum brjóstumkennanlegu gestum á hóteli þar sem allt getur gerst og allir eiga sér vafasama fortíð – meira að segja Siggi litli.
Höfundur
Jón Gnarr
Leikstjórn
Benedikt Erlingsson
– – –
Jón Gnarr (1967) er afkastamikill höfundur og hefur samið mikið efni fyrir útvarp og sjónvarp ásamt því að skrifa kvikmyndahandrit. Hann er einn af höfundum Vakta-seríanna og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson þar sem hann sló rækilega í gegn og hlaut Edduverðlaunin 2010 fyrir leik sinn í myndinni. Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réði hann sem hússkáld Borgarleikhússins árið 2010 og er Hótel Volkswagen afrakstur af starfi hans þar.
Benedikt Erlingsson (1969) leikstýrir verkinu en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttum Fóstbræðra sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Benedikt er einn af okkar þekktustu leikhúsmönnum og leikstýrði m.a. Jesú litla sem hlaut Grímuna árið 2010 sem sýning ársins.