Ráðskonuríki
Heiti verks
Ráðskonuríki
Lengd verks
55 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Alþýðuóperan kynnir Ráðskonuríki eða La Serva Padrona eftir Pergolesi í íslenskri þýðingu Egils Bjarnasonar. Hér er á ferðinni bráðfyndin ópera sem höfðar til allra. Aðal markmið sýningarinnar er að gera óperu að aðgengilegu listformi fyrir almenning. Til þess að ná því markmiði er notuð gamanópera sem er mikill farsi, sýnt á vínveitingastað á litlu sviði sem er mjög nálægt áhorfendum og sungið á íslensku.
Leikstjórn er í höndum Ingólfs Níels Árnasona og Jón Gunnar Biering Margeirsson sér um tónlistarstjórn og útsetningar. Þar sem Alþýðuóperan vill veita sem flestum söngvurum tækifæri var ákveðið að vera með tvöfalt cast. Í hverri sýningu af Ráðskonuríki taka þátt tveir söngvarar, einn leikari og gítarleikari. Söngvarapörin tvö eru annars vegar Dagrún Ísabella Leifsdóttir og Jón Svavar Jósefsson og hins vegar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Steinþór Jasonarson. Í öllum sýningum leikur Saga Garðarsdóttir og Jón Gunnar Biering Margeirsson spilar á gítar.
Sviðssetning
Alþýðuóperan
Frumsýningardagur
30. ágúst, 2012
Frumsýningarstaður
Café Rósenberg
Leikskáld
Giovanni Battista Pergolesi
Leikstjóri
Ingólfur Níels Árnason
Tónskáld
Giovanni Battista Pergolesi
Hljóðmynd
Jón Gunnar Biering Margeirsson (útsetningar)
Lýsing
Þórður Pálmason
Búningahönnuður
Dagrún Ísabella Leifsdóttir
Leikmynd
Dagrún Ísabella Leifsdóttir
Leikkonur
Saga Garðarsdóttir
Söngvari/söngvarar
Dagrún Ísabella Leifsdóttir
Jón Svavar Jósefsson
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Steinþór Jasonarson
(hljóðfæraleikur: Jón Gunnar Biering Margeirsson)
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
althyduoperan.wordpress.com/